
Nansen prófessor er gestaprófessorsstaða í heimskautafræðum við Háskólann á Akureyri.
Staðan er kennd við Fridtjof Nansen, hinn kunna norska heimskautafræðing og húmanista.
Staðan er veitt framúrskarandi vísindamanni sem starfar að málefnum er tengjast lagalegum, hagrænum, félagslegum og náttúrufarslegum aðstæðum á norðurslóðum.
Ráðið er í stöðu gestaprófessors til eins árs í senn. Staðan er auglýst á vef háskólans.
Almennt þarf umsækjandi um stöðuna að hafa lokið doktorsgráðu, eða hafa sambærilega reynslu.
- Hann þarf að hafa traustan akademískan bakgrunn á sviði lagalegra málefna og sjálfbærrar þróunar á norðurslóðum
- Krafist er reynslu af þverfaglegu starfi er lýtur að flóknu samspili samfélags manna og umhverfisins
- Umsækjandi þarf að búa yfir góðri samskiptahæfni og félagslegri færni
- Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu af rannsóknastarfi varðandi málefni norðurslóða og af þátttöku í alþjóðlegum rannsóknarteymum
- Umsækjandi þarf að hafa skjalfesta færni til að afla rannsóknarstyrkja
Húsnæðis- og flutningsstyrkur stendur til boða þeim sem býr utan Akureyrar og hlýtur stöðuna.
Í starfi prófessorsins felst meðal annars að:
- Taka þátt í rannsóknum og kennslu
- Þróa námsleiðir við HA um málefni norðurslóða
- Eiga samstarf við aðra fræðimenn um eflingu kennslu og rannsókna á sviði heimskautafræða
- Stuðla að þróun náms í heimskautafræðum
- Halda opna fyrirlestra um málefni norðurslóða, jafnt í nærsamfélaginu og erlendis
- Taka virkan þátt í almennri umræðu um breytingar á heimskautasvæðinu
Prófessorinn hefur aðgang að sérstökum sjóði sem á að gera honum kleift að mynda og efla tengsl við innlend og erlend rannsóknarteymi og sækja ráðstefnur.
Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs undirrituðu viljayfirlýsingu þann 29. september 2011 varðandi rannsóknasamstarf á sviði heimskautafræða.
Í yfirlýsingunni er meðal annars kveðið á um stofnun prófessorsstöðu í heimskautafræðum við Háskólann á Akureyri. Staðan kennd við Fridtjof Nansen, hinn kunna norska heimskautafræðing og húmanista.
Stöðuhafar Nansen prófessor:
2013-2014 |
Dr. Natalia Loukacheva |
|
2014-2015 |
Dr. Astrid Ogilvie |
|
2015-2017 |
Dr. Jessica Shadian |
|
2017-2019 |
Dr. Gunhild Hoogensen Gjørv |
|
2019-2021 |
Dr. Gunnar Rekvig |
|
2021-2023 |
Dr. Rasmus Bertelsen |
|
2024- |
Dr. Romain Francois R Chuffart |
Starfandi Nansen prófessor |