Siðfræði og heimspeki í brennidepli
Fimmtudaginn 28. nóvember verður haldið málþing í stofu M102 þar sem markmiðið er að ræða gervigreind í háskólasamfélaginu út frá sjónhorni siðfræðinnar og heimspeki menntunar. Einnig verður hægt að fylgjast með málstofunni á Zoom, með því að smella hér.
Málstofustjóri: Helgi Freyr Hafþórsson, Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöð HA
Erindi:
-
Að nota gervigreind á siðlegan hátt
Sigurður Kristinsson, Prófessor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri -
Gervigreind og menntun: siðferðilegar vangaveltur
Garðar Ágúst Árnason, Prófessor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri
Léttar veitingar verða í boði svo endilega skráðu þig svo hægt sé að panta nóg handa öllum.
Öll velkomin!