Opið málþing á upphafsdegi 16 daga átaks gegn ofbeldi
Þann 25. nóvember, á upphafsdegi 16 daga átaks gegn ofbeldi, verður opið málþing í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Þar munu samtökin; Bjarmahlíð, Bergið Headspace, Aflið, Kvennaathvarfið, Frú Ragnheiður, Píeta og Grófin Geðrækt kynna starfsemi sína.
Málþingið er hluti af verkefni tveggja stúdenta í námskeiðinu Sálræn áföll og ofbeldi við Háskólann á Akureyri.
- Málþingið er opið öllum og frítt inn á meðan húsrúm leyfir
- Boðið verður upp á léttar veitingar
- Dagskráin hefst kl. 12:00 og lýkur um kl. 16:00
Málþingið er frábært tækifæri til að fá innsýn inn í mikilvæg málefni samfélagsins, kynnast starfsemi samtakanna og þeirri þjónustu sem þau bjóða upp á hér á Norðurlandi.
Hittumst og fræðumst!
Sjá frekari upplýsingar um málþingið hér á Facebook