Í sjöunda sinn fer ráðstefnan Löggæsla og samfélagið fram við HA — Þema ráðstefnunnar í ár er samfélagslöggæsla

Ráðstefnan Löggæsla og samfélagið verður haldin í sjöunda sinn í Háskólanum á Akureyri miðvikudaginn 2. október og fimmtudaginn 3. október, 2024. Það er Rannsóknasetur í lögreglufræði við HA sem heldur ráðstefnuna og  þema hennar í ár er samfélagslöggæsla.

SKRÁNING Á RÁÐSTEFNUNA FER FRAM HÉR

Kallað eftir ágripum

framlengdur frestur til 15.8.2024

Ráðstefnan er vettvangur þar sem fagfólk og fræðimenn reifa málefni löggæslu í víðri merkingu. Einstaklingar og hópar sem starfa á fræða- og/eða fagsviðum sem snerta löggæslu eru hvattir til þess að senda inn ágrip af erindum sem byggja á eigin rannsóknum og/eða starfi.

Lykilfyrirlesarar endurspegla þema ráðstefnunnar sem í ár er samfélagslöggæsla. Við samfélagslöggæslu er höfuðáhersla lögð á náið samstarf lögreglu og nærsamfélagsins við löggæslu, afbrotavarnir og úrlausn vandamála til að stuðla að betra og öruggara samfélagi fyrir alla. Samfélagslöggæsla hefur víða gefið góða raun og vel þess virði að fræðast frekar um þessa löggæslunálgun og hvaða lærdóm megi draga af henni.

Að gefnu tilefni óskum við sérstaklega eftir erindum sem lúta að samfélagslöggæslu, en öll erindi sem snúa að löggæslu almennt eru meira en velkomin. Sem fyrr segir er ráðstefnan hugsuð sem sameiginlegur vettvangur fyrir fræða- og fagfólk til þess að koma rannsóknum sínum og reynslu af löggæslu hérlendis sem erlendis á framfæri og deila með leikum sem lærðum.

Kall eftir ágripum (PDF)

Lykilfyrirlesarar

MEGAN O’NEILL

is a Professor of Criminology in the School of Social Sciences at the University of Dundee and an Associate Director of the Scottish Institute for Policing Research (SIPR). Her work focuses on aspects of police culture, stop and search, community policing, public sector pluralisation in policing and surveillance practices of the state. She has published in several journals, including The European Journal of Criminology, The British Journal of Criminology, Criminology and Criminal Justice, Policing and Society and Policing: A journal of policy and practice. She has published two monographs: Policing Football (2005) and Police Community Support Officers (2019). She has received funding from the Economic and Social Research Council, Horizon 2020 (Unity), Nordforsk (as PI) and in 2023 was the coordinator for a successful application to Horizon Europe (Project Clarus, now serving as Scientific Lead). Prof. O’Neill’s work is largely qualitative, with a particular focus on ethnography.

JOHN FRANCO

is a Field Commander in the Swedish Police. An undocumented immigrant from Colombia as a child, John later enrolled in the Swedish National Police Academy and began working as a Police Officer in 2008. For most of his career, John has worked to make a difference in socioeconomically vulnerable areas using community policing as a guiding methodology. John understands both the challenges of implementing community policing and how evidence-based police work effects positive changes. He received His Majesty the King’s award for value-based leadership in 2014 and the Swedish hero 2015 award for his work with young adults in Botkyrka. From 2019-2023, John served as an advisor to the Colombian Police on community policing and was awarded the Colombian National Police Medal for “Distinguished Services”. 

Gagnlegar upplýsingar

  • Ráðstefnan fer fram í Miðborg Háskólans á Akureyri. Ráðstefnan hefst stundvíslega kl. 9:00 annan október og lýkur kl. 13:00 þriðja október.
  • Almenn erindi og fyrirspurnir í kjölfarið skulu samtals ekki taka ekki lengri tíma en 25 mínútur. Ágrip af erindum (hámark 250 orð) skulu berast eigi síðar en föstudaginn 14. júní 2024. Ágripin skal senda á Guðmund Oddsson, prófessor í félagsfræði við HA á netfangið goddsson@unak.is.
  • Ráðstefnugjald er 9.000 krónur á mann og eru ráðstefnugögn og kaffiveitingar innifaldar. Þátttakendur greiða sjálfir ferðakostnað, gistingu og mat. Háskólastúdentar frá frítt á ráðstefnuna.
  • Ráðstefnukvöldverður verður að kvöldi miðvikudagsins 2. október.
  • Flugfélagið Icelandair flýgur til Akureyrar (sjá flugáætlun hér).

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar

Hafið samband við Guðmund Oddsson, prófessor í félagsfræði við HA í gegnum netfangið goddsson@unak.is eða í síma 460-8677, vanti frekari upplýsingar.