Vetrarbrautskráningarathöfn Háskólans á Akureyri 2025
Vetrarbrautskráning Háskólans á Akureyri fer fram í Hátíðarsal háskólans laugardaginn 15. febrúar 2024. Athöfnin er ætluð kandídötum sem fengu brautskráningarskírteini sín í október 2024 ásamt febrúar kandídötum 2025.
Athöfnin fer fram með hefðbundnu sniði í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri og eftir athöfn er boðið til móttöku með kaffi og sætum bita.
- Mikilvægt er að kandídatar skrái þátttöku sína og gesta hér
Dagskrá
- Kl. 14:00-15:00 Brautskráning kandídata 2025 og brautskráðra í október 2024
- Kl. 15:00-15:15 Hópmyndataka
- Kl. 15:00-15:30 Móttaka með kaffi og sætum bita
Gott að hafa í huga
- Ljósmyndari tekur stemmningsmyndir úr athöfnunum og verða myndirnar aðgengilegar á Flickr-síðu HA að kostnaðarlausu
- Streymt verður frá athöfninni á Facebook-síðu Háskólans á Akureyri og upptaka síðan aðgengileg á YouTube rás háskólans
- Ljósmyndakassi verður á svæðinu
- Það væri gaman að taka þátt í deginum með ykkur undir merkinu #háskólinnáakureyri og @haskolinnaakureyri
ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ TÍMAMÓTUM, VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG!