Laust starf: Aðjúnkt í hjúkrunarfræði með áherslu á kennslu í stjórnun og leiðtogafærni í heilbrigðisþjónustu

Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts í hjúkrunarfræði með áherslu á kennslu í stjórnun og leiðtogafærni í heilbrigðisþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér að hafa umsjón með námskeiðum í stjórnun innan Hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri. Að öðru leyti skiptist starfið í kennslu, rannsóknir og stjórnun. Næsti yfirmaður er forseti Hjúkrunarfræðideildar. Starfsvettvangur er Háskólinn á Akureyri. Staðan er veitt frá og með 1. ágúst 2024. Ráðningartími er tímabundinn til eins árs með möguleika á eins árs framlengingu á starfinu.

Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á sveigjanlegt nám í hjúkrunarfræði. Námið er fjögurra ára nám til BS prófs. Niðurstöður kannana meðal nemenda sýna ánægju með gæði og innihald námsins. Nám í hjúkrunarfræði er fyrir öll kyn. Samkeppnispróf eru haldin við lok fyrsta misseris og ákvarða hverjir fá að halda áfram námi á vormisseri fyrsta árs. Fjöldi nemenda eftir haustmisseri fyrsta árs er u.þ.b. 75 á hverju ári. Fastráðið starfsfólk deildarinnar er um 20 manna metnaðarfullur hópur, samsettur af akademísku starfsfólki, verkefnastjórum og aðjúnktum. Einnig koma fjölmargir stundakennarar að kennslu í deildinni, bæði í fræðilegu og klínísku námi.

Hæfniskröfur

  • MS próf í hjúkrunarfræði eða heilbrigðisvísindum frá viðurkenndum háskóla með áherslu á stjórnun í heilbrigðisþjónustu
  • Doktorsnám á lokastigum er kostur
  • Kennslumenntun og reynsla af háskólakennslu er kostur
  • Reynsla af þátttöku í vísindarannsóknarstarfi er kostur
  • Að minnsta kosti 5 ára klínísk reynsla sem hjúkrunarfræðingur innan íslenska heilbrigðiskerfisins er æskileg
  • Þekking og reynsla af störfum innan erlendra heilbrigðiskerfa er kostur
  • Reynsla sem stjórnandi innan heilbrigðisþjónustu er æskileg
  • Góð samstarfshæfni, lipurð í mannlegum samskiptum ásamt góðri færni í að miðla þekkingu
  • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli

Umsókn skal fylgja

  • Greinargott yfirlit yfir náms- og starfsferil
  • Staðfest afrit af prófskírteinum á íslensku eða ensku
  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
  • Tilnefna skal a.m.k. tvo umsagnaraðila og er æskilegt að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda

Við ráðningu verður miðað við, að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum Hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri.

Umsóknarfrestur er til og með 17.05.2024

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.

Háskólinn á Akureyri hvetur öll kyn til að sækja um laus störf.

Starfshlutfall er 100%.

Nánari upplýsingar veitir

Sigríður Sía Jónsdóttir, forseti Hjúkrunarfræðideildar, siaj@unak.is, 460-8472.

Sækja um starf