Brautskráning - 2020

Brautskráning kandídata úr grunnnámi og framhaldsnámi

Brautskráning fer fram með rafrænum hætti laugardaginn 13. júní. Þar verður brautskráningu kandídata á grunn- og framhaldsstigi fagnað. Hátíðin hefst á sjónvarpsstöðinni N4 kl. 15.00. Einnig verður henni streymt á vef N4.

Við hvetjum kandídata til þess að fagna með sínum nánustu og deila gleðinni með okkur með því að nota millumerkið #háskólahátíð.
 
Þann 5. september nk. á 33 ára afmæli skólans verður efnt til hátíðarhalda í húsnæði háskólans og verður hátíðin sérstaklega tileinkuð ykkur, þeim kandídötum sem brautskrást árið 2020. Með þessu gefst ykkur tækifæri til þess að hitta samnemendur ykkar, kennara og starfsfólk og fagna merkum áfanga með gleði, myndatökum og góðri samveru án (vonandi) frekari takmarkana.
 
  • Formlegur brautskráningardagur er áfram 13. júní (12. júní fyrir framhaldsnema) - nemendur sem ljúka sínu námi á vormisseri munu því fá skírteini sín afhent í kringum þá dagsetningu.
  • Kandídatar þurfa að skrá sig til júní brautskráningar fyrir 1. júní, 2020.
  • Nemendur mæta ekki á staðinn til að taka á móti skírteinum.