Málstofa Viðskiptadeildar og Reka félags stúdenta í viðskiptafræði

26. ágúst 2025 kl. 13:00-14:30
Opin málstofa í Viðskiptadeild

Velkomin á opna málstofu viðskiptadeildar og reka! 

Á þessari málstofu munu Hólmfríður Lilja Birgisdóttir, verkefnastjóri gagnagreiningar og fjárhags og fyrrverandi stúdent við Viðskiptadeild og Sigurður Ragnarsson, forseti Viðskiptadeildar flytja erindi.

  • Námið við HA og hvernig nýtist það okkur?
    Hólmfríður Lilja Birgisdóttir segir okkur frá reynslu sinni og upplifun sem fyrrverandi stúdent við HA. Einnig segir hún okkur hvernig námið og veran í HA hefur nýst henni í starfi og í daglegu lífi.
  • Að blanda saman að þjóna og að leiða 
    Sigurður Ragnarsson fjallar um þjónandi forystu (e. servant leadership) sem mörg fyrirtæki og stofnanir í heiminum nota til að ná árangri. Um er að ræða forystunálgun sem fléttar saman að veita þjónustu, sem snýst m.a. um vellíðan starfsfólks, og að veita forystu.

Málstofan fer fram í stofu M102 og eru öll velkomin!