Elín Díanna Gunnarsdóttir starfandi rektor á haustmisseri

Leiðir háskólann í fjarveru Eyjólfs Guðmundssonar til 31. desember
Elín Díanna Gunnarsdóttir starfandi rektor á haustmisseri

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri er í rannsóknar- og námsleyfi 1. ágúst til 31. desember. Í fjarveru hans er Elín Díanna Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor, starfandi rektor háskólans. Díanna fer því með öll dagleg málefni háskólans og ber fulla ábyrgð á starfsemi hans milli Háskólaráðsfunda. Síðastliðið ár hefur Díanna leitt stefnumótun háskólans auk þess sem hún hefur mikla reynslu af stjórnun innan HA.

„Það er fjöldi fjölbreyttra verkefna framundan sem ég hlakka til að takast á við með öflugu starfsfólki og stúdentum HA. Skólaárið hefst formlega í næstu viku þegar við tökum á móti fjölmennum hópi nýnema. Venju samkvæmt verður vel tekið á móti þeim og mun stoðþjónustuna okkar spila þar lykilhlutverk. Reynslan okkar sýnir að þátttaka á Nýnemadögum auðveldi stúdentum að hefja nám en við leggjum okkur fram við það að taka vel á móti nýjum stúdentum með okkar persónulegu nálgun að leiðarljósi“, segir Díanna, starfandi rektor HA.