Nám til kennsluréttinda í Kennaradeild miðar að því að nemendur öðlist þá þekkingu, leikni og hæfni sem kennarastarf krefst á hverjum tíma. Deildin býður upp á fjölbreytt nám með margvíslegri sérhæfingu sem leggur traustan grunn að þeirri færni sem þróun skólastarfs, iðkun rannsókna og frekara nám gerir kröfur um.
Við deildina starfar fjöldi fræðimanna auk starfsfólks í stjórnsýslu og stoðþjónustu.