Háskólaráð

Háskólaráð Háskólans á Akureyri er skipað samkvæmt lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008 með áorðnum breytingum. Háskólaráð fer með æðsta ákvörðunarvald innan háskólans. Ráðið sinnir málefnum er varða háskólann og markar honum heildarstefnu. 

Háskólaráð

Háskólaráði ásamt rektor er falin stjórn háskólans. Háskólaráð markar að frumkvæði rektors heildarstefnu í málefnum háskólans, mótar skipulag og fer með almennt eftirlit með starfseminni í heild, einstakra fræðasviða og háskólastofnana og ber ábyrgð á því að háskólinn starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli.

Rektor háskólans er formaður Háskólaráðs.

Skipunartími: 2023-2025

Háskólaráð skipa    
Áslaug Ásgeirsdóttir Rektor Formaður
Kristrún Lind Birgisdóttir Framkvæmdarstjóri Fulltrúi ráðherra
Guðmundur Kristján Óskarsson Dósent Fulltrúi háskólasamfélagsins
Sigríður Margrét Sigurðardóttir Lektor Fulltrúi háskólasamfélagsins
Lilja Margrét Óskarsdóttir Stúdent Fulltrúi stúdenta
Bjarni S. Jónasson   Fulltrúi Háskólaráðs
Dagmar Ýr Stefánsdóttir Framkvæmdastjóri Austurbrúar Fulltrúi Háskólaráðs
Varafulltrúar    
Karl Frímannsson Skólameistari Menntaskólans á Akureyri Fulltrúi ráðherra
Kjartan Sigurðsson Lektor Fulltrúi háskólasamfélagsins
Hjördís Sigursteinsdóttir Dósent Fulltrúi háskólasamfélagsins
Silja Rún Friðriksdóttir Stúdent Fulltrúi stúdenta
Katrín Ríkarðsdóttir Framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu Fulltrúi Háskólaráðs

Starfsmaður háskólaráðs er Martha Lilja Olsen, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu, marthalilja@unak.is og sími 460 8004.

Fundargerðir Háskólaráðs

Hér má nálgast fundargerðir Háskólaráðs. Til að fá eldri fundargerðir sendar í tölvupósti er hægt að hafa samband við skjalastjóra háskólans.

Fundargerðir 2024

465. fundur 31. október 2024
464. fundur 26. september 2024
463. fundur 29. ágúst 2024
462. fundur 20. júní 2024
461. fundur 30. maí 2024
460. fundur 24. apríl 2024
459. fundur 21. mars 2024
458. fundur 29. febrúar 2024
457. fundur 25. janúar 2024
456. fundur 8. janúar 2024

Fundargerðir 2023

455. fundur 14. desember 2023
454. fundur 30. nóvember 2023
453. fundur 26. október 2023
452. fundur 28. september 2023
451. fundur 31. ágúst 2023
450. fundur
449. fundur 22. júní 2023
448. fundur 25. maí 2023
447. fundur 27. apríl 2023
446. fundur 30. mars 2023
445. fundur 23. febrúar 2023
444. fundur 26. janúar 2023

Fundargerðir 2022

443. fundur 15. desember 2022
442. fundur 24. nóvember 2022
441. fundur 27. október 2022
440. fundur 29. september 2022

439. fundur 18. ágúst 2022

438. fundur 23. júní 2022

437. fundur 25. maí 2022

436. fundur 28. apríl 2022
435. fundur 31. mars 2022

434. fundur 2. mars 2022
433. fundur 27. janúar 2022

Fundargerðir 2021

432. fundur 16. desember 2021
431. fundur 28. október 2021

430. fundur 30. september 2021

429. fundur 26. ágúst 2021
428. fundur 18. ágúst 2021
427. fundur 16. júní 2021
426. fundur 20. maí 2021
425. fundur 15. apríl 2021
424. fundur 18. mars 2021
423. fundur 18. febrúar 2021
422. fundur 21. janúar 2021

Fundargerðir 2020

421. fundur 17. desember 2020
420. fundur 18. nóvember 2020

419. fundur 22. október 2020

418. fundur 24. september 2020

417. fundur 27. ágúst 2020

416. fundur 10. júlí 2020

415. fundur 25. júní 2020

414. fundur 28. maí 2020

413. fundur 30. apríl 2020

412. fundur 2. apríl 2020

411. fundur 24. febrúar 2020
410. fundur 24. janúar 2020

Fundargerðir 2019

409. fundur 19. desember 2019
408. fundur 21. nóvember 2019

407. fundur 24. október 2019

406. fundur 19. september 2019

405. fundur 11. september 2019
404. fundur 23. maí 2019
403. fundur 24. apríl 2019
402. fundur 21. febrúar 2019
401. fundur 17. janúar 2019

Fundargerðir 2018

400. fundur 20. desember 2018
399. fundur 29. nóvember 2018

398. fundur 18. október 2018
397. fundur 20. september 2018

396. fundur 23. ágúst 2018

395. fundur 21. júní 2018
394. fundur 31. maí 2018
393. fundur 26. apríl 2018
392. fundur 22. mars 2018
391. fundur 22. febrúar 2018
390. fundur 18. janúar 2018

Fundargerðir 2017

389. fundur 21. desember 2017
388. fundur 16. nóvember 2017
387. fundur 2. nóvember 2017
386. fundur 21. september 2017
385. fundur 17. ágúst 2017
384. fundur 22. júní 2017
383. fundur 18. maí 2017
382. fundur 27. apríl 2017
381. fundur 23. mars 2017
380. fundur 23. febrúar 2017
379. fundur 19. janúar 2017

Fundargerðir 2016

378. fundur 22. desember 2016
377. fundur 24. nóvember 2016
376. fundur 27. október 2016
375. fundur 3. október 2016 (aukafundur)
374. fundur 22. september 2016
373. fundur 25. ágúst 2016
372. fundur 31. maí 2016
371. fundur 27. apríl 2016
370. fundur 17. mars 2016
369. fundur 18. febrúar 2016
368. fundur 21. janúar 2016

Fundargerðir 2015

367. fundur 17. desember 2015
366. fundur 19. nóvember 2015
365. fundur 15. október 2015
364. fundur 17. september 2015
363. fundur 2. september 2015
362. fundur 20. ágúst 2015
361. fundur 30. júní 2015
360. fundur 18. júní 2015, ekki formleg fundargerð
359. fundur 12. maí 2015
358. fundur 28. apríl 2015
357. fundur 8. apríl 2015
356. fundur 23. janúar 2015

Fundargerðir 2014

355. fundur 15. desember 2014
354. fundur 24. nóvember 2014
353. fundur 27. október 2014
352. fundur 30. sept. 2014
351. fundur 8. ágúst 2014
350. fundur 23. júní 2014
349. fundur 26. maí 2014
348. fundur 14. maí 2014
347. fundur 10. maí 2014
346. fundur 2. maí 2014
345. fundur 14. apríl 2014
344. fundur 1. apríl 2014
343. fundur 25. mars 2014
342. fundur 3. mars 2014
341. fundur 3. febrúar 2014

Fundargerðir 2013

340. fundur 19. desember 2013
339. fundur 13. desember 2013
338. fundur 25. nóvember 2013
337. fundur 28. október 2013
336. fundur 21. október 2013
335. fundur 30. september 2013
334. fundur 24. september 2013
333. fundur 12. september 2013
332. fundur 26. ágúst 2013
331. fundur 24. júní 2013
330. fundur 29. maí 2013
329. fundur 29. apríl 2013
328. fundur 20. mars 2013
327. fundur 26. febrúar 2013
326. fundur 25. janúar 2013
325. fundur 11. janúar 2013
324. fundur 7. janúar 2013

Fundargerðir 2012

323. fundur 17. desember 2012
322. fundur 30. nóvember 2012
321. fundur 31. okt. 2012
320. fundur 21. okt. 2012
319. fundur 1. október 2012
318. fundur 31. ágúst 2012
317. fundur 28. júní 2012
316. fundur 31. maí 2012
315. fundur 27. apríl 2012
314. fundur 30. mars 2012
313. fundur 24. febrúar 2012
312. fundur 27. janúar 2012

Fundargerðir 2011

311. fundur 15. desember 2011
310. fundur 25. nóvember 2011
309. fundur 28. október 2011
308. fundur 23. september 2011
307. fundur 26. ágúst 2011
306. fundur 7. júlí 2011
305. fundur 27. júní 2011
304. fundur 10. júní 2011
303. fundur 13. apríl 2011
302. fundur 29. mars 2011
301. fundur 9. mars 2011
300. fundur 28. febrúar 2011
299. fundur 31. janúar 2011

Fundargerðir 2010

298. fundur 17. desember 2010
297. fundur 9. desember 2010
296. fundur 18. október 2010
295. fundur 24. september 2010
294. fundur 27. ágúst 2010
293. fundur 1. og 7. júlí 2010
292. fundur 8. júní 2010
291. fundur 7. maí 2010
290. fundur 9. apríl 2010
289. fundur 2. mars 2010
288. fundur 5. febrúar 2010

Fundargerðir 2009

287. fundur 21. desember 2009
286. fundur 30. nóvember 2009
285. fundur 10. nóvember 2009
284. fundur 2. október 2009
283. fundur 28. ágúst 2009
282. fundur 24. júní 2009
281. fundur 27. maí 2009
280. fundur 19. maí 2009
279. fundur 4. maí 2009
278. fundur 17. apríl 2009
277. fundur 1. apríl 2009
276. fundur 23. mars 2009
275. fundur 20. febrúar 2009
274. fundur 2. febrúar 2009

Fundargerðir 2008

273. fundur 15. desember 2008
272. fundur 7. nóvember 2008
271. fundur 30. október 2008
270. fundur 19. september 2008
269. fundur 9. og 10. september 2008
268. fundur 21. ágúst 2008
267. fundur 18. júní 2008
266. fundur 16. maí 2008
265. fundur 25. apríl 2008
264. fundur 28. mars 2008
263. fundur 22. febrúar 2008
262. fundur 28. janúar 2008

Fundargerðir 2007

261. fundur 21. desember 2007 
260. fundur 3. desember 2007
259. fundur 15. nóvember 207
258. fundur 28. september 2007
257. fundur 31. ágúst 2007
256. fundur 19. júní 2007
255. fundur 25. maí 2007
254. fundur 30. apríl 2007
253. fundur 30. mars 2007
252. fundur 26. febrúar 2007
251. fundur 26. janúar 2007

Fundargerðir 2006

250. fundur 28. desember 2006 
249. fundur 11. desember 2006
248. fundur 10. nóvember 2006
247. fundur 25. september 2006
246. fundur 1. september 2006
245. fundur 21. ágúst 2006
244. fundur 26. júní 2006
243. fundur 29. maí 2006
242. fundur 9. apríl 2006
241. fundur 12. apríl 2006
240. fundur 20. mars 2006
239. fundur 20. febrúar 2006
238. fundur 23. janúar 2006

Fundargerðir 2005

237. fundur 12. desember 2005 
236. fundur 21. nóvember 2005
235. fundur 8. nóvember 2005
234. fundur 21. október 2005
233. fundur 27. september 2005
232. fundur 19. ágúst 2005


Fundargerðir 2004

Í vinnslu

Fundargerðir 2003

Í vinnslu

Fundargerðir 2002

Í vinnslu

Fundargerðir 2001

Í vinnslu

Fundargerðir 2000

Í vinnslu

Fundargerðir 1999

Í vinnslu

Starfsreglur Háskólaráðs

Ráðið starfar samkvæmt eftirfarandi reglum:

1. Hlutverk Háskólaráðs

Lög og reglur

Hlutverk Háskólaráðs Háskólans á Akureyri er skilgreint í lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008, einkum í 5. gr. laganna, en einnig er ákvæði um hlutverk og verkefni ráðsins að finna í öðrum greinum laganna. Í reglum fyrir Háskólann á Akureyri nr. 387/2009, sem Háskólaráð hefur sett, eru fyrirmæli laganna nánar útfærð.

Fulltrúum í Háskólaráði er skylt að kynna sér lög og reglur, þ.m.t. siðareglur, sem háskólinn starfar eftir.

2. Skipan Háskólaráðs

Skipun Háskólaráðs er samkvæmt 2. mgr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og 3. gr. reglna nr. 387/2009 fyrir Háskólann á Akureyri. Fulltrúar í Háskólaráði eru sjö að rektor meðtöldum sem er formaður ráðsins. Háskólaráð er ályktunarbært ef 5 atkvæðisbærir Háskólaráðsfulltrúar eða fleiri sækja fund. Ef fulltrúi í ráðinu getur ekki sótt fund skal boða varafulltrúa. Afl atkvæða ræður úrslitum mála. Ef atkvæði eru jöfn sker atkvæði rektors úr eða þess er gegnir fundarstjórn. Staðgengill rektors er varamaður hans í Háskólaráði og gegnir því störfum formanns í fjarveru hans. Fulltrúar í Háskólaráði skulu einungis bundnir af eigin dómgreind um það hvernig best megi stuðla að framgangi og farsælu starfi Háskólans á Akureyri.

3. Fundir Háskólaráðs, boðun þeirra og fundargerðir

Fundir og boðun þeirra

Skrifstofa rektors birtir áætlun um fundardagsetningar í upphafi Háskólaárs. Háskólaráð heldur fundi að jafnaði þriðja fimmtudag í mánuði á tímabilinu frá september til júní. Rektor boðar fundi og stjórnar þeim. Æski þrír fulltrúar í Háskólaráði fundar er rektor skylt að boða til hans.

Skrifstofa rektors minnir á fund með tölvupósti viku fyrir fund og er fundarboð, dagskrá og fundargögn að jafnaði sent út á föstudegi í vikunni fyrir fund.

Dagskrá

Fundarboð skal innihalda tímasetta dagskrá og yfirlit yfir mál sem eru til afgreiðslu á fundinum og mál sem eru til kynningar. Undir liðinn „bókfærð mál“ í dagskránni heyra ýmis mál sem þarfnast ekki sérstakrar umræðu en Háskólaráð þarf að samþykkja. Þetta fyrirkomulag er til þess að gera starf Háskólaráðs skilvirkara og gefa því aukið ráðrúm til að fjalla um viðamikil mál. Óski fulltrúar í Háskólaráði eftir að gera athugasemdir eða ræða einstök bókfærð mál skulu þeir gera grein fyrir því í upphafi fundar en að öðrum kosti skoðast þau samþykkt.

Tillögur að nýjum reglum eða breytingum á gildandi reglum skulu að jafnaði lagðar fyrir Háskólaráð á fundum þess í október og apríl. Tillögur að nýjum námsleiðum skulu að jafnaði lagðar fyrir í nóvember og tillögur að fjöldatakmörkunum í einstakar námsgreinar/námsleiðir skulu lagðar fyrir ráðið í síðasta lagi í apríl ár hvert. í upphafi hvers misseris skal lagt fram yfirlit um nefndir, stjórnir og ráð sem Háskólaráð hefur aðkomu að og fyrirséð er að skipa þurfi í á misserinu.

Undirbúningur og frágangur mála

Mál skulu að jafnaði ekki borin upp til ákvörðunar á fundum Háskólaráðs nema fulltrúar í ráðinu hafi fengið gögn málsins eða fullnægjandi upplýsingar um það fyrir fundinn og haft ráðrúm til að kynna sér efni þess. Heimilt er að víkja frá þessu telji ráðið nægjanlega hagsmuni í húfi og að nægar upplýsingar hafi verið lagðar fram á fundinum. Skrifstofa rektors annast undirbúning og frágang mála fyrir Háskólaráð og fylgir eftir ákvörðunum þess.

Form gagna

Fundarboð, fundargögn og önnur gögn sem styðja störf Háskólaráðs eru gerð aðgengileg á sérstöku lokuðu vefsvæði ráðsins.

Ákvarðanir Háskólaráðs, fundargerðir og birting þeirra

Rituð er fundargerð þar sem ákvarðanir Háskólaráðs eru skráðar. Rektor skipar ritara Háskólaráðs. Í kjölfar funda sendir ritari fulltrúum í ráðinu drög að fundargerð og gefur þeim kost á að koma á framfæri athugasemdum. Komi ekki fram athugasemdir innan þriggja daga skoðast fundargerðin samþykkt. Fundargerðir ráðsins og tilkynningar um ákvarðanir þess eru birtar á vef háskólans. Frumrit fundargerða eru varveitt í skjalasafni háskólans og fundargögn eru varðveitt rafrænt í rafrænu skjalasafni háskólans.

Fundargerðir skulu birtar eigi síðar en 10 dögum eftir fund. Eftir því sem lög kveða á um skal birta tilkynningar og auglýsingar um ákvarðanir Háskólaráðs í B-deild Stjórnartíðinda eða á öðrum opinberum vettvangi. Aðilum sem ákvarðanir Háskólaráðs varða skal tilkynnt um þær skriflega eða með tölvupósti, eftir því sem við á.
Rektor getur óskað eftir því, þegar sérstaklega stendur á eða um áríðandi mál er að ræða, að Háskólaráð afgreiði með rafrænum hætti einstök mál. Ákvarðanir sem teknar eru rafrænt á milli funda skulu skráðar í fundargerð næsta reglubundna fundar á eftir.

Aðrir fundarmenn

Formaður Háskólaráðs getur kallað starfsmenn skólans eða aðila að málum sem eru til umfjöllunar hjá Háskólaráði hverju sinni til að koma inn á fundi ráðsins undir einstökum dagskrárliðum og skal það þá koma fram í fundargerð.

4. Aðgangur að gögnum

Háskólaráð skal hafa aðgang að gögnum sem varða háskólann og nauðsynleg eru til þess að ráðið geti sinnt hlutverki sínu og eftirlitsskyldu sinni. Formleg upplýsingagjöf og öflun gagna til Háskólaráðsfulltrúa fer í gegnum skrifstofu rektors.

5. Vanhæfi og hagsmunaárekstrar

Gæta skal að hæfisreglum II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993 við ákvarðanir í Háskólaráði. Með vanhæfi er átt við að nefndarmaður hafi slík tengsl við mál eða aðila, sem er til meðferðar, að þau geti verið til þess fallin að hafa áhrif á meðferð máls og niðurstöðu. Í 3. gr. stjórnsýslulaga kemur meðal annars fram að nefndarmaður sé vanhæfur til meðferðar máls ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila eða ef hann hefur náin fjölskyldutengsl við aðila. Formaður Háskólaráðs skal í upphafi hvers fundar kanna meðal fulltrúa í ráðinu hvort þeir telji sig vanhæfa til að fjalla um einstök mál á dagskrá.

6. Þagnar- og trúnaðarskylda

Á fulltrúum í Háskólaráði hvílir þagnarskylda um málefni háskólans og annað sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu sem Háskólaráðsfulltrúar og leynt skal fara skv. lögum, eðli máls eða ákvörðun Háskólaráðs. Þagnarskylda gildir jafnframt eftir að setu í Háskólaráði er lokið. Þegar Háskólaráðsfulltrúi hættir í ráðinu skal hann sjá um að gögn, sem hann hefur móttekið í sambandi við störf hans í ráðinu, komist ekki í hendur óviðkomandi aðila.

Rektor er málsvari Háskólaráðs. Aðrir Háskólaráðsfulltrúar skulu ekki tjá sig í fjölmiðlum um málefni háskólans, nema að höfðu samráði við formann ráðsins.

7. Helstu verkefni Háskólaráðs

Stjórnun og stefnumörkun Háskólaráðs og rektors

Háskólaráði ásamt rektor er falin stjórn háskólans. Háskólaráð markar að frumkvæði rektors heildarstefnu í málefnum háskólans, mótar skipulag og fer með almennt eftirlit með starfseminni í heild, einstakra fræðasviða og háskólastofnana og ber ábyrgð á því að háskólinn starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli.

Reglusetningar- og úrskurðarvald

Háskólaráð setur reglur um starfsemi skólans á grundvelli laga, fer með úrskurðarvald í málefnum skólans, einstakra deilda og stofnana sem honum tengjast og heyra undir Háskólaráð eða fræðasvið háskólans. Undanskilin eru málefni einstakra starfsmanna sem eru alfarið á forræði rektors sem forstöðumanns stofnunarinnar, sbr. ákvæði laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla.

Fjármál og rekstur

Fjármál og rekstur skólans eru eitt helsta viðfangsefni ráðsins. Háskólaráð mótar reglur um skiptingu fjár milli rekstrareininga háskólans innan þess ramma sem fjárveitingar og reglur um ráðstöfun sértekna heimila. Ráðið hefur eftirlit með rekstri háskólans, þ.m.t. reikningshaldi, meðferð fjármuna og samstarfssamningum og yfirumsjón með einstökum háskólastofnunum, félögum, fyrirtækjum, sjóðum og öðrum eignum háskólans.

Samningar og umsjón með eignum

Háskólaráð ber ábyrgð á framkvæmd samstarfssamninga sem háskólinn gerir og hefur yfirumsjón með fyrirtækjum, sjóðum og eignum og fer með eignarhlut háskólans í fyrirtækjum. Ráðinu er heimilt að semja við samtök stúdenta, hollvinasamtök, samtök og fyrirtæki eða opinberar stofnanir um að taka að sér þjónustu fyrir hönd skólans.

Framsal ákvörðunarvalds

Háskólaráð getur framselt ákvörðunarvald sem rektor eða öðrum stjórnendum er fengið í einstökum málum eða málaflokkum til annarra stjórnenda. Fallist Háskólaráð á slíkt framsal skal það gert með skriflegum hætti. Um slíkt framsal er unnt að ákveða í sérstökum reglum.

Skipan í stjórnir, ráð og nefndir

Háskólaráð skipar í ýmsar stjórnir, ráð og nefndir, skv. lögum, reglum, samningum eða fyrir beiðni stjórnvalda.

Starfsnefndir Háskólaráðs

Háskólaráði er heimilt að skipa starfsnefndir um sérstök mál eða málaflokka. Starfsnefndirnar eru ráðgefandi hver á sínu sviði, en fara hvorki með framkvæmda- né ákvörðunarvald, nema sérstaklega sé kveðið á um það í erindisbréfi sem Háskólaráð setur.

Rektor er heimilt að skipa starfshópa sem eru honum til ráðgjafar og aðstoða við stefnumótun um einstök málefni og sinna tilteknum verkefnum samkvæmt erindisbréfi.

Háskólafundur

Fulltrúar í Háskólaráði eiga sæti á háskólafundi með málfrelsi og tillögurétt en aðrir fulltrúar en rektor sitja þar án atkvæðisréttar.

8. Hlutverk rektors

Stjórnunar- og ákvörðunarvald

Rektor fer með ákvörðunarvald í öllum málum háskólans á milli funda Háskólaráðs. Eins og kveðið er á um í lögum er rektor yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan hans. Hann stýrir starfsemi háskólans og ber ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi hans, þ.m.t. ráðningar- og fjármálum einstakra fræðasviða og stofnana. Hann ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af Háskólaráði.

Ráðningarvald

Rektor ræður forseta fræðasviða, framkvæmdastjóra háskólaskrifstofu og starfsfólk sameiginlegrar stjórnsýslu og setur því erindisbréf og starfslýsingar.

Rektor veitir akademísk störf við Háskólann á Akureyri, tímabundin og ótímabundin, og framgang akademískra starfsmanna.

Eftirlit

Rektor er opinber embættismaður sem er skipaður af mennta- og menningarmálaráðherra skv. tilnefningu Háskólaráðs. Um starfsemi Háskólans á Akureyri og störf rektors gilda m.a. ákvæði laga um háskóla nr. 63/2006, laga um opinbera háskóla nr. 85/2008, stjórnsýslulaga nr. 37/1993, upplýsingalaga nr. 140/2012 og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Mennta- og menningarmálaráðuneytið samþykkir rekstraráætlun og Ríkisendurskoðun endurskoðar ársreikning Háskólans á Akureyri.

9. Þóknun

Fulltrúar og varafulltrúar í Háskólaráði, að rektor undanskildum, fá greidda þóknun fyrir fundarsetu, 10 einingar fyrir hvern fund sem þeir sækja. Greiðslan miðast við þóknanataxta skv. ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þóknun til fulltrúa í Háskólaráði er greidd tvisvar á ári í lok hvers misseris.

10. Árangursmat

Fyrir lok hvers starfsárs skal skrifstofa rektors taka saman greinargerð um störf Háskólaráðs á undangengnu starfsári. Háskólaráð fær skýrsluna til umfjöllunar og leggur mat á árangur og gerir tillögur til úrbóta, þ.m.t. eftir því sem ástæða er til á starfsreglum ráðsins. Slíku mati er ætlað að bæta vinnubrögð og tryggja skilvirkni Háskólaráðs.

11. Endurskoðun starfsreglna

Starfsreglur þessar eru settar af Háskólaráði Háskólans á Akureyri. Allir Háskólaráðsfulltrúar fá eintak af starfsreglunum þegar þeir taka sæti í ráðinu. Starfsreglurnar skulu endurskoðaðar í upphafi hvers starfsárs og eftir ástæðum gerðar á þeim breytingar, sem Háskólaráð ákveður.

Þannig samþykkt á fundi Háskólaráðs Háskólans á Akureyri 20. september 2018