Grunnnám
Háskólinn á Akureyri er námssamfélag sem stúdentar eru hvattir til að taka virkan þátt í með tímasókn, fjarfundum og umræðum eftir því sem við á. Staðbundnar námslotur eru á hverju misseri og er 80% skyldumæting í þær. Nýnemadagar teljast til námslota í Kennaradeild. Í staðlotum er lögð áhersla á umræður og verkefnavinnu sem ekki verður unnin á öðrum vettvangi. Einkunn lækkar því um 15% ef mæting fer niður fyrir 80% en fari hún undir 50% verður stúdent að sitja námskeiðið aftur.
Mætingarskylda er í allt vettvangsnám og æfingakennslu.
Geti stúdent ekki mætt í einstaka tíma ber hann ábyrgð á að afla sér upplýsinga sem hann kann að hafa farið á mis við. Kennurum ber ekki skylda til að veita sérstakar tilhliðranir vegna stúdenta sem sækja ekki kennslustundir.
Almennt er ekki gert ráð fyrir undanþágu frá mætingareglum en ef upp koma aðstæður hjá stúdent sem verða til þess að hann getur ekki uppfyllt kröfu um mætingu og hafa áhrif á hann til lengri tíma skal hann vísa málinu til brautarstjóra með beiðni um mögulegt frávik frá reglunum. Brautarstjóri kynnir sér málið og gerir viðeigandi ráðstafanir og tekur ákvarðanir um viðbrögð við erindinu í samráði við kennara þeirra námskeiða sem málið varðar.
Framhaldsnám
Háskólinn á Akureyri er námssamfélag sem stúdentar eru hvattir til að taka virkan þátt í með tímasókn, fjarfundum og umræðum eftir því sem við á. Mikilvægt er að stúdentar mæti í námslotur og taki virkan þátt í þeim námsþáttum sem þar fara fram og ekki verða unnir á öðrum vettvangi.
Geti stúdent ekki mætt í einstaka tíma ber hann ábyrgð á að afla sér upplýsinga sem hann kann að hafa farið á mis við. Kennurum ber ekki skylda til að veita sérstakar tilhliðranir vegna stúdenta sem sækja ekki kennslustundir.
Mætingarskylda er í allt vettvangsnám og æfingakennslu.