Sjávarbyggðafræði er alþjóðlegt meistaranám þar sem fengist er við þróun byggða í fortíð og framtíð. Áhersla er lögð á sjávarbyggðir á Íslandi, við Norður Atlantshaf og Norðurskautssvæðið þótt fræðin kunni einnig að hafa víðari skírskotun. Námið fer fram við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði en nemendur útskrifast frá Háskólanum á Akureyri.

Námið byggir einkum á inntaki og aðferðum félagsfræði, hagfræði og mannvistarlandafræði og skipulagsfræði. Að námi loknu hafa nemendur öðlast skilning á möguleikum og takmörkunum þróunar byggða við sjávarsíðuna og tamið sér aðferðir til að sjá fyrir og stýra þróun þeirra.

Kennslu- og samskiptatungumál er enska. 

Er námið fyrir þig?

  • Hefur þú áhuga á byggðaþróun á Íslandi og norðurslóðum?
  • Langar þig að beita þér fyrir þróun sjávarbyggða í framtíðinni?
  • Hefur þú áhuga á samspili samfélags og atvinnulífs?
  • Hentar þér vel að læra í litlum hópum sem fást við raunveruleg viðfangsefni?
  • Hefur þú áhuga á að kynnast ólíkum fræðigreinum sem fást við byggðaþróun?
  • Langar þig að verða hluti af framsæknu og skapandi háskóla- og rannsóknarumhverfi á Ísafirði?

Áherslur námsins

Námið er þverfræðilegt og því opið nemendum með ólíkan bakgrunn.

Í náminu er lögð áhersla á hagnýta nálgun og notkun raunverulegra dæma og aðstæðna við kennslu. Nemendur læra að tileinka sér ólíka þætti sem drífa þróun áfram, bæði jákvæða og neikvæða. Einnig er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér aðferðir og þekkingu til að stjórna og hafa áhrif á byggðaþróun.

Námsskráin skiptist í 75 ECTS einingar í námskeiðum og 45 ECTS meistaraverkefni. 

Námskeiðin eru kennd í eins til þriggja vikna lotum og spanna vítt svið viðfangsefna sem snerta byggðafræði.

Sumarönn fram í júní styttir námstímabilið.

Möguleikar að námi loknu

Námið hefur víða skírskotun og býr nemendur undir fjölbreytt störf við byggðaþróun hjá ríki og sveitarfélögum, landshlutasamtökum, skipulagsstofnunum, ráðgjafafyrirtækjum í viðskiptalífinu og við rannsóknastofnanir.

Meistaragráða í sjávarbyggðafræði opnar aðgang að fjölbreyttu doktorsnámi við innlenda og erlenda háskóla.

Inntökuskilyrði

Námið er opið nemendum sem hafa lokið grunnnámi við viðurkenndan háskóla.

Bakgrunnur umsækjenda í námi og starfi getur verið fjölbreytilegur enda er námið þverfræðilegt og byggir á mörgum fræðigreinum, einkum félagsfræði, hagfræði, mannvistarlandafræði og skipulagsfræði.

Nánar á vef Háskólaseturs Vestfjarða.

Sækja um

Sótt er um námið hér á vef HA.

Aðal umsóknarfrestur er 15. febrúar. Auka umsóknarfrestur er 5. júní og þær umsóknir eru aðeins teknar til greina ef enn er laust pláss.

Á vefsíðu Háskólaseturs Vestfjarða kemur fram hvaða gögn þurfa að fylgja umsókninni.

Sækja um

Umsagnir

Studying Coastal Communities and Regional Development at the University Centre is truly an amazing experience. I never dreamed that there was a program out there that could incorporate so much of what I'm interested in and place it in a place as stunning as the Westfjords. The chance to get hands on learning in such a unique place is a gift. There is always something going on so boredom is not a problem. The staff is so lovely and they are all willing to take time from their day to help with whatever you ask for. I'm grateful I found this program and can call Ísafjörður my second home.

Michelle Stott
Nemandi í Sjávarbyggðafræði 2019-2020.