Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum er krefjandi, skemmtilegt og þverfaglegt. Áhersla er lögð á aukna sérþekkingu. Námið veitir prófgráðuna meistaragráða í heilbrigðisvísindum. Eftirfarandi námslínur eru í boði:

Þverfaglegar leiðir

Einnig eru býður Hjúkrunarfræðideild upp á framhaldsnám í hjúkrunarfræði.

Umsagnir

Ég hef afar góða reynslu af meistaranáminu í heilbrigðisvísindum við HA og get heilshugar mælt með því. Námið var áhugavert, krefjandi og skemmtilegt — þverfaglega nálgunin á viðfangsefnin fannst mér sérstaklega heillandi og lærdómsrík. Þar að auki lærði ég rannsóknaraðferðir og vinnubrögð sem nýttust mér vel í áframhaldandi námi og rannsóknum á sviði heilbrigðisvísinda.

Dr. Karen Birna Þorvaldsdóttir
nýdoktor við Háskólann í Reykjavík