Vinnuaðstaða stúdenta

Lesrými

Stúdentar hafa aðgang að fjölbreyttri vinnuaðstöðu á háskólasvæðinu. Þú notar rafræna aðganginn þinn í BlueDiamond-appinu til að komast inn.

Bókasafn HA

  • Á bókasafninu eru lesbásar fyrir 18 þar af eru 6 með tölvum
  • Í innsta rými bókasafnsins er góð aðstaða fyrir litla vinnuhópa, rúmgóður sófi þar sem hægt er að hafa það huggulegt við lærdóminn og upphækkanleg borð með skilrúmum
  • Á bókasafninu eru einnig hljóðsófar þar sem hægt er að slaka á og njóta
  • Les- og tölvurými og hópvinnurými eru opin eftir auglýstan afgreiðslutíma bókasafnsins á virkum dögum og um helgar

Kennslustofur

  • Kennslustofur N201, N202 og N203 á Sólborg eru opnar að lokinni kennslu
  • Hægt er nýta stofurnar en það þarf að víkja fyrir hópum, þrifum og kennslu
  • Allar aðrar kennslustofur læsast klukkan 18 virka daga og eru læstar um helgar
  • Aðrar stofur þarf að panta sérstaklega með því að senda póst á utleiga@unak.is