Hjálpartól

Hér finnur þú ýmsar vefsíður og forrit sem geta hjálpað við lestur, hlustun, ritun og skipulag.

Open dyslexic

Leturgerð sem er sérstaklega hönnuð fyrir lesblinda og er öllum aðgengileg. Leturgerðin er sótt á netinu og er án endurgjalds.

Skrambi

Skrambi er íslenskt villuleitarforrit og hentar vel við ritun á íslenskum texta.

Þú skrifar eða límir texta beint inn í Skramba og forritið merkir allar villur. Skrambi merkir við allt að 200 villur í fyrstu 5000 orðum.

Kindle forritið

Kindle-forritið tengist við Amazon. Einnig er hægt að setja aðrar rafbækur og rafræn skjöl í forritið. Inni í forritinu hefur notandinn tækifæri á að breyta uppsetningu, leturgerð og stærð leturs. Einnig er hægt að yfirstrika texta, setja inn minnismiða og bókamerki ásamt því að leita í orðabók að orðum, t.d. á ensku.

Google translate

Google þýðingarforritið er til bæði fyrir snjalltæki og tölvur. Forritið þýðir á milli fjölda tungumála. Hægt er að nota hljóðnema til að láta tækið nema orðin og þýða þau hljóðrænt, einnig er hægt að skrifa inn orð eða texta. Forritið er með öflugan skanna sem nýtist meðal annars til að skanna inn fræðigreinar eða texta úr bókum og láta forritið lesa upp textann og þýða.

Google docs

Við notkun á ritvinnsluforritinu Google docs í Chrome-vafranum er hægt að nýta hljóðupptökutól. Það býður upp á að tala inn texta og forritið ritar hann samtímis inn í skjalið. Hægt er að velja á milli fjölda tungumála, þ. á m. íslensku.

Voice dream

Voice Dream smáforritið gefur möguleika á að lesa upp íslenskt efni með röddum Dóru og Karls. Hægt er að hlaða inn gögnum og láta lesa þau upphátt, bæði af vefsíðum og þeim sem eru vistuð á skýi. Í forritinu er möguleiki að velja fjöldann allan af tungumálum og því einnig hægt að nýta það til tungumálanáms.

Miðeind

Íslensk vefsíða sem býður með hjálp gervigreindar upp á allt mögulegt tengt texta, málfari, stafsetningu og fleira sem gagnast við verkefnavinnu. Þegar ýtt er á vöru hnappinn og valinn yfilestur býður síðan upp á bæði yfirlestur á málfari og stafsetningu.

Natural Reader

Vefsíða þar sem hægt er að fá upplestur á texta og skjölum á ýmsum tungumálum, til dæmis á Íslensku með röddunum Karl og Dóra.

Google Chrome viðbætur (Extensions)

Google Chrome vafrinn hefur þann eiginleika að bjóða upp á ýmsar viðbætur til að auðvelda námið. Hér má sjá myndband frá Snjallvefjunni sem sýnir á einfaldan og skýran hátt hvernig sækja á viðbætur. 

Gagnlegar viðbætur: 

  • Open Dyslexic - Leturgerð sem er sérstaklega hönnuð fyrir lesblinda. Þessi viðbót breytir leturgerðinni í Chrome yfir í Open Dyslexic. Sækja Open Dyslexic viðbótina
  • Google translate - Viðbót sem hægt er að nýta til þess að þýða heilar vefsíður eða orð yfir á annað tungumál og einnig sniðugt að nýta sér upplesturinn sem þar er í boði. Sækja Translate viðbótina. 
  • Night shift - Night Shift viðbótin í Chrome getur auðveldað lestur af skjá. Með viðbótinni er auðveldlega hægt að skipta um liti á skjánum. Sækja Night Shift viðbótina.
  • Read aloud - Viðbót sem getur lesið upp texta af skjánum. Viðbótin getur lesið upp á íslensku, ensku of fleiri tungumálum. Sækja Read aloud viðbótina
  • Natural reader - Viðbót sem getur lesið upp texta af skjánum. Viðbótin getur lesið upp á íslensku, ensku of fleiri tungumálum. Sækja Natural Reader viðbótina.
  • Helperbird - Er viðbót við Chrome vafrann þar sem hægt er að breyta um leturgerð, stærð, liti og upplestur. Sækja Helperbird viðbótina.
  • Dyslexia Friendly -  Er viðbót sem breytir yfir í Open Dyslexic leturgerðina og býður einnig upp á ,,Lestrar reglustiku” til að auðvelda lesturinn. Sækja Dyslexia Friendly viðbótina.