Skipulag náms fyrir nýnema
Heilabilun, greining og lyfjameðferðir
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist greinargóða þekkingu á algengum heilabilunarsjúkdómum og skilning á tengslum meingerðar þeirra og birtingarmyndar heilabilunarsjúkdóma. Áhersla er á að nemendur þekki fyrstu einkenni heilabilunarsjúkdóma og geti leiðbeint um fyrstu skref þegar grunur kviknar um heilabilun. Að nemendur hafi þekkingu á helstu greiningaraðferðum og lyfjameðferðum. Nemendur þurfa einnig að þekkja hvernig heilabilun hefur áhrif á færni einstaklings til athafna daglegs lífs og jafnframt hvernig heilabilun einstaklings hefur áhrif á fjölskyldu hans og hvernig
hlutverk innan fjölskyldnanna breytast með vaxandi vitrænni skerðingu einstaklings.
Nemendur munu einnig öðlast færni í að eiga samskipti sem grundvallast af virðingu og samhygð við einstaklinga með vitræna skerðingu og fjölskyldur þeirra og geti leiðbeint þeim um næstu skref í kjölfar greiningar á heilabilunarsjúkdómi. Einnig þurfa nemendur að kunna skil á helstu leiðum til að styðja við einstaklinga með heilabilun og fjölskyldur þeirra í
kjölfar greiningar.
Nemandi þarf að sinna vinnu eða vera vettvangi í námskeiðinu sem þar sem hluti skjólstæðingahópsins er fólk með heilabilun. Miðað er að vettvangsdvölin sem tengist vettvangsvinnu sé 32 klukkustundir og tengist verkefnum sem nemandinn vinnur í námskeiðinu og miða að þjálfun færni og hæfni.
Siðfræði í þjónustu við fólk með heilabilun, fagmennska og lagaumhverfi
Markmið námskeiðsins er að nemendur fái innsýn í helstu kenningar og hugmyndafræði siðfræði í þjónustu við einstaklinga með heilabilun og fjölskyldur þeirra sem og réttindi þeirra. Áherslan er á sjálfsþekkingarfærni og hvernig hægt er að nota hana til þjálfunar faglegrar færni. Lögð er áhersla á hvernig rætt er af virðingu við einstaklinginn um þann sjúkdóm sem veldur heilabilun. Þá er einnig farið markvisst í umhyggju- og samhygðarsiðfræði og hvernig þau tryggja fagleg samskipti við fólk með heilabilun og fjölskyldur þeirra. Nemendur læra einnig um siðferðileg hugtök eins og
sjálfræði, réttlæti, og virðingu og mikilvægi þeirra fyrir velferð fólks með heilabilun. Þá verða siðferðileg álitamál er varða þennan skjólstæðingahóp, dregin fram og nemendur öðlast færni í að takast á við þau og leysa á uppbyggilegan hátt. Lagalegur rammi þessa málaflokks verður skoðaður og dregnar fram helstu áherslur. Fjallað verður um faglega skráningu
varðandi fólk með heilabilun út frá siðfræði og lagalegum ramma. Sérstök áhersla er á siðfræði meðferðar við lífslok. Tilgangur námskeiðsins er að gera nemendur færa um að takast á við siðferðilegar áskoranir starfsins af öryggi og fagmennsku.
Nemandi þarf að sinna vinnu eða vera á vettvangi í námskeiðinu sem þar sem hluti skjólstæðingahópsins er fólk með heilabilun. Miðað er að vettvangsdvölin sem tengist vettvangsvinnu sé 16 klukkustundir og tengist verkefnum sem nemandinn vinnur í námskeiðinu og miða að þjálfun færni og hæfni.
Persónumiðuð hugmyndafræði í þjónustu við fólk með heilabilun samskipti og meðferðarúræði
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist greinar góða þekkingu á hugmyndafræði persónumiðaðrar þjónustu við fólk með heilabilun. Fjallað verður um helstu meðferðarúrræði með áherslu á persónumiðaða nálgun sem verkfæri í styðjandi umönnun í samskiptum við einstaklinga með heilabilun sem byggð eru á virðingu og samhygð. Áhersla er á að nemandi öðlist þekkingu á mismunandi þörfum einstaklinga og lausnaleit í samskiptum, jafnt við einstaklinginn sjálfan, sem og aðstandendur og fjölskyldur. Nemendur læra einnig um orsakir breytts atferlis og að hvaða leyti það geta verið eðlileg viðbrögð við aðstæðum. Nemendur þurfa að þekkja hvernig helstu atferlistruflanir eru metnar og viðurkenndar aðferðir til að bregðast við þeim. Sérstök áhersla er á að nemendur öðlist hæfni í að beita mismunandi persónumiðuðum aðferðum og geti veitt meðferð sem styður við persónuheild einstaklingsins, auk aðlögunar umhverfisþátta og veita viðeigandi ráðgjöf um það.
Nemandi þarf að sinna vinnu eða vera á vettvangi í námskeiðinu sem þar sem hluti skjólstæðingahópsins er fólk með heilabilun. Miðað er að vettvangsdvölin sem tengist vettvangsvinnu sé 48 klukkustundir og tengist verkefnum sem nemandinn vinnur í námskeiðinu og miða að þjálfun færni og hæfni.
Krefjandi atferli hjá fólki með heilabilun, samskipti og meðferðarúræði
Námskeiðið byggir á efnistökum námskeiðs um persónumiðaða hugmyndafræði, samskipti og meðferðarúrræði með sérstakri áherslu á krefjandi atferlis og forvarnar- og meðferðarúrræði við því. Nemendur þurfa að þekkja hvernig erfitt atferli er metið og þær viðurkenndu aðferðir til að bregðast við þeim. Áhersla er á að nemandi öðlist þekkingu á mismunandi þörfum einstaklinga með krefjandi atferli og hvaða lausnir koma til greina er byggja á virðingarríkum samskiptum, jafnt við einstaklinginn sjálfan, sem og aðstandendur og fjölskyldur. Sérstök áhersla er á að nemendur öðlist hæfni í að beita mismunandi persónumiðuðum aðferðum við erfiðu atferli og geti veitt meðferð sem styður við persónuheild einstaklingsins. Einnig þarf nemandinn að þekkja hvernig aðlögun umhverfisþátta skiptir máli og hvernig veita á viðeigandi ráðgjöf um það.
Nemandi þarf að sinna vinnu eða vera á vettvangi í námskeiðinu sem þar sem hluti skjólstæðingahópsins er fólk með heilabilun. Miðað er að vettvangsdvölin sem tengist vettvangsvinnu sé 32 klukkustundir og tengist verkefnum sem nemandinn vinnur í námskeiðinu og miða að þjálfun færni og hæfni.
Ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun, málastjórn, fræðsla og teymisvinna
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist greinargóða þekkingu á hlutverki ráðgjafa, þar á meðal málastjórn. Farið verður í gegnum helstu aðferðir við að veita ráðgjöf og að hafa umsjón með og stýra málum þannig að þörfum fólks með heilabilun, aðstandenda og starfsfólks sé mætt. Fjallað verður um muninn á að koma sem utanaðkomandi ráðgjafi eða vera hluti af starfsfólki stofnunar. Hugmyndafræði og aðferðir áhugahvetjandi samtalstæki verða kynntar og nemendur fá grunnþjálfun í aðferðinni. Fjallað verður um hugmyndafræði og aðferðir við fræðslu. Lögð verður áhersla þjálfun í
aðferðum og tækni við að veita fræðslu, jafnt til fólks með heilabilun, aðstandenda sem og til starfsfólks stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka. Markmiðið er að þjálfa nemendur í miðlun upplýsinga og að veita stuðning og fræðslu á ýmsum stigum heilabilunar. Fjallað er um teymisvinnu og þverfaglegt samstarf og rýnt í hlutverk ólíkra fagstétta innan velferðarkerfisins og nemendur æfa sig í teymisvinnu.
Nemandi þarf að sinna vinnu eða vera vettvangi í námskeiðinu sem þar sem hluti skjólstæðingahópsins er fólk með heilabilun. Miðað er að vettvangsdvölin sem tengist vettvangsvinnu sé 32 klukkustundir og tengist verkefnum sem nemandinn vinnur í námskeiðinu og miða að þjálfun færni og hæfni.
Stjórnun, nýsköpun og forysta
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu þátttakenda á forystu, stjórnun, nýsköpun og ígrundun innan heilbrigðisstofnana. Í námskeiðinu er byggt á samtali og virkri þátttöku nemenda. Kynntar verða helstu kenningar í stjórnun og forystu með sérstakri áherslu á viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar. Hugmyndafræði ígrundunar verður kynnt og hvernig megi beita ígrundun til að styrkja sig í starfi stjórnanda og/eða leiðtoga. Áhersla er lögð á að kynna nýjar rannsóknir um forystu, stjórnun og ígrundun innan heilbrigðisþjónustunnar.
Nemandi sem tekur þetta námskeið sem hluta af námsleiðinni, ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun þarf að sinna vinnu eða vera á vettvangi í námskeiðinu þar sem hluti skjólstæðingahópsins er fólk með heilabilun. Miðað er að vettvangsdvölin sem tengist vettvangsvinnu sé 24 klukkustundir og tengist verkefnum sem nemandinn vinnur í námskeiðinu og miða að þjálfun færni og hæfni.
Valnámskeið á meistarastigi
Valnámskeiðið þarf nemandi að velja í samráði við umsjónaraðila námsleiðarinnar. Námskeiðið þarf að vera á meistarastigi og vera kennt í háskólum.