Skipulag náms fyrir nýnema
Iðnbylting og hnattvæðing
Fjallað er um þær efnislegu umbreytingar sem urðu á Vesturlöndum, einkum frá 18. öld og fram til okkar daga. Hugað verður sérstaklega að nokkrum lykilbreytingum, þar á meðal að iðnvæðingunni, upphafi og endalokum nýlendukerfisins, og hnattvæðingunni, jafnframt því sem innbyrðis tengsl þessara þróunarferla verða skoðuð. Sérstök áhersla verður lögð á þær breytingar sem áttu sér stað á Íslandi á 19. og 20. öld og tengsl þeirra við samskonar breytingar á öðrum stöðum í heiminum.
Inngangur að félagsvísindum
Farið er yfir sögu félagsvísinda og helstu viðfangsefnum þeirra lýst í hnotskurn. Lögð verður áhersla á helstu kenningar sem liggja félagsfræði, mannfræði og stjórnmálafræði til grundvallar og viðurkenndar aðferðir við öflun þekkingar innan þeirra greina. Sérstaklega verður fjallað um samband einstaklings og samfélags, eðli samfélagsreglu og orsakir átaka og breytinga.
Vinnulag í hug- og félagsvísindum
Námskeiðið leggur grunn að háskólanámi með því að þjálfa nemendur í fræðilegum vinnubrögðum. Í námskeiðinu er farið ítarlega í notkun heimilda, s.s. rafræna heimildaleit, tilvísun í heimildir og heimildaskráningu. Áhersla er lögð á ritgerðasmíð, uppbyggingu ritgerða og skýrslna og verklag við slíka vinnu. Nemendur eru þjálfaðir í skrifum, gagnrýni, rökstuðningi, uppsetningu og frágangi ritgerða.
Rannsóknaraðferðir í hug- og félagsvísindum
Í námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði í aðferðafræði hug- og félagsvísinda. Að loknu námskeiði ættu nemendur að geta gert grein fyrir helstu rannsóknaraðferðum. Fjallað er um rannsóknarsnið, gagnaöflunaraðferðir, úrtök og önnur hugtök aðferðafræðinnar. Rætt verður um styrkleika og takmarkanir mismunandi aðferða í hug- og félagsvísindum með hliðsjón af ólíkum markmiðum rannsókna. Hluti kennslunnar fer þannig fram að gestakennarar kynna rannsóknir sínar fyrir nemendum, með áherslu á aðferðafræðiþáttinn.
Inngangur að fjölmiðlafræði
Í námskeiðinu er farið almennt yfir sögu fjölmiðlunar, allt frá dögum prentvélar Gútenbergs til samfélagsmiðla samtímans. Fjallað er um hvaða hlutverki hinir mismunandi fjölmiðlar gegna í samfélaginu en einnig eru helstu kenningar fjölmiðlafræðinnar kynntar stuttlega með tilliti til þeirra áhrifa sem fjölmiðlar hafa og notkunar fólks á þeim. Sérstök áhersla er lögð á miðlalæsi.
Frá Rómaveldi til frönsku byltingarinnar
Í námskeiðinu er fjallað um valda þætti í sögu Evrópu allt frá endalokum Rómaveldis til frönsku stjórnarbyltingarinnar. Meðal atriða sem tekin eru fyrir eru trúarhreyfingar miðalda, endurreisnin, siðaskipti, landkönnun Evrópumanna og aðdragandi upplýsingarinnar og frönsku stjórnarbyltingarinnar.
Valnámskeið á áherslusviði
Nemendur velji námskeið í samráði við kennara/brautarstjóra deildarinnar.
Siðfræði og álitamál
Fjallað er um hugtök, aðferðir og úrlausnarefni heimspekilegrar siðfræði. Spurt er hvort siðferði sé afstætt eða algilt, huglægt eða hlutlægt. Nemendur kynnast siðfræðikenningum á borð við nytjastefnu, siðfræði Kants og dygðafræði. Fjallað er um valin siðferðileg álitamál úr samtímanum og nemendur æfast í framsögu og umræðu um þau.
Málstofa í nútímafræði I
Í málstofunni er kafað ofan í valið viðfangsefni, eða röð skyldra viðfangsefna, sem varpa ljósi á þá hugmyndafræði, samfélagsgerð og lífshætti sem við kennum við nútímann, þ.e. tímabilið frá 18. öld og til samtímans. Kennslan er með málstofusniði sem krefst virkar þátttöku nemenda. Yfirskrift og efnisþættir eru ákveðnir á vori hverju fyrir komandi kennsluár og birtir í kennsluskrá.
Hugmyndafræði og saga nútímans
Fjallað er um (a) mikilvægustu atburði 20. og 21. aldar, sérstaklega í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku; (b) þær grundvallarkenningar og stefnur í samfélags- og stjórnmálum sem komu fram í þessum atburðum; (c) helstu þætti í efnahagsþróun 20. og 21. aldar; (d) valda fulltrúa aldanna meðal þeirra einstaklinga og hópa sem þar gegndu mikilvægu hlutverki; (e) grundvallarspurningar um gildismat sem atburðir aldanna vekja; og (f) ímyndagerð og áhrif hennar. Lesefni og kvikmyndir eru notaðar til að draga fram mikilvæg þáttaskil og einkenni tímabilsins. Námsefninu er ætlað að varpa ljósi á flókna atburði og draga af þeim ýmsa lærdóma.
Þjóð, kynþáttur og þjóðernishyggja
Í námskeiðinu verður farið yfir ýmis atriði sem tengjast þjóðerni, kynþætti og þjóðernishyggju. Fjallað verður um sögu þjóðríkisins, hugmyndafræðilegar forsendur þjóðernisstefnu og kynþáttahyggju, deilur um eðli þessara þátta og stöðu þjóðríkja á tímum hnattvæðingar. Rætt verður um þessi lykilatriði frá ólíkum hliðum og með aðferðum mismundandi hugvísindagreina.
Valnámskeið á áherslusviði
Nemendur velji námskeið í samráði við kennara/brautarstjóra deildarinnar.
Gagnrýnin hugsun
Í námskeiðinu þjálfast nemendur í að leggja gagnrýnið mat á upplýsingar, einkum úr fjölmiðlum og almennri umræðu. Fjallað er um grunnhugtök rökfræði og muninn á góðum rökum annars vegar og mælskubrögðum og rökvillum hins vegar. Nemendur fræðast um sálræna og félagslega þætti sem hafa áhrif á dómgreind og mat á upplýsingum. Sérstaklega er hugað að tölulegum upplýsingum; tilurð þeirra, notkun og og gildi.
Málstofa í nútímafræði II
Í málstofunni er kafað ofan í valið viðfangsefni, eða röð skyldra viðfangsefna, sem varpa ljósi á þá hugmyndafræði, samfélagsgerð og lífshætti sem við kennum við nútímann, þ.e. tímabilið frá 18. öld og til samtímans. Kennslan er með málstofusniði sem krefst virkar þátttöku nemenda. Yfirskrift og efnisþættir eru ákveðnir á vori hverju fyrir komandi kennsluár og birtir í kennsluskrá.
Íslenskar bókmenntir
Námskeiðið snýst um íslenskar bókmenntir og bókmenntakennslu. Fjallað er um íslenskar bókmenntir í sögu og samtíð, tengsl bókmennta og samfélags, og skoðað hvernig bókmenntir opna leið inn í önnur samfélög og tímabil. Nemendur fá þjálfun í að greina, túlka og tjá sig um bókmenntir og þar með tækifæri til að efla sig sem sjálfstæða lesendur. Rætt er um margþætt gildi bókmennta fyrir einstaklinga og í skólastarfi og leiðir til að efla áhuga nemenda á bóklestri. Rýnt er í aðalnámskrá og kynntar og reyndar fjölbreyttar leiðir til að kenna bókmenntir.
Málstofa í nútímafræði III
Í málstofunni er kafað ofan í valið viðfangsefni, eða röð skyldra viðfangsefna, sem varpa ljósi á þá hugmyndafræði, samfélagsgerð og lífshætti sem við kennum við nútímann, þ.e. tímabilið frá 18. öld og til samtímans. Kennslan er með málstofusniði sem krefst virkar þátttöku nemenda. Yfirskrift og efnisþættir eru ákveðnir á vori hverju fyrir komandi kennsluár og birtir í kennsluskrá.
Inngangur að heimspeki
Í námskeiðinu kynnast nemendur nokkrum af helstu viðfangsefnum, vandamálum og sviðum heimspekinnar, sögulegum straumum og völdum hugsuðum. Nemendur lesa, ígrunda og vinna með valda texta eftir klassíska og samtímahöfunda. Í upphafi námskeiðsins er fjallað um markmið og aðferðir heimspekinnar áður en tekið er til við valin viðfangsefni og texta. Val þeirra getur verið breytilegt milli ára.
Valnámskeið á áherslusviði
Nemendur velji námskeið í samráði við kennara/brautarstjóra deildarinnar.
Valnámskeið á áherslusviði
Nemendur velji námskeið í samráði við kennara/brautarstjóra deildarinnar.
Valnámskeið á áherslusviði
Nemendur velji námskeið í samráði við kennara/brautarstjóra deildarinnar.
Valnámskeið á áherslusviði
Nemendur velji námskeið í samráði við kennara/brautarstjóra deildarinnar.
Valnámskeið á áherslusviði
Nemendur velji námskeið í samráði við kennara/brautarstjóra deildarinnar.
Málstofa í nútímafræði IV
Í málstofunni er kafað ofan í valið viðfangsefni, eða röð skyldra viðfangsefna, sem varpa ljósi á þá hugmyndafræði, samfélagsgerð og lífshætti sem við kennum við nútímann, þ.e. tímabilið frá 18. öld og til samtímans. Kennslan er með málstofusniði sem krefst virkar þátttöku nemenda.
Samfélagssáttmálinn – inngangur að stjórnmálaheimspeki
Stjórnmálaheimspeki fæst við grundvallarspurningar um tengsl einstaklings og samfélags, þar á meðal valdmörk ríkisins, rætur skuldbindingar einstaklings við opinbert vald, borgaralegar dygðir og samfélagslegt réttlæti. Hvernig er hægt að réttlæta ríkisvald og hvaða skilyrði þarf ríki að uppfylla til að teljast lögmætt? Hvað er réttlæti og hvernig getum við greint á milli réttlátra og óréttlátra laga? Ber okkur ávallt skylda til að hlýða lögum? Hvað felst í því að vera borgari? Hvað er frelsi og hvernig er það samrýmanlegt borgaralegum skyldum og skuldbindingum?
Í málstofunni eru þessar spurningar kynntar og svör við þeim könnuð í gegnum mikilvæg verk úr sögu stjórnmálaheimspekinnar, einkum frá tímaskeiði nútímans. Meðal höfunda eru Platón, Machiavelli, Hobbes, Locke, Rousseau, Rawls og Nozick. Leiðarstefið er hugmyndin um samfélagssáttmála sem uppsprettu skýringa og/eða réttlætinga á þjóðríki nútímans.
Kynjafræði
Fjallað er um stöðu kynjanna og viðhorf til þeirra frá félagsfræðilegu sjónarhorni. Kynnt verða helstu viðfangsefni kynjafræðinnar um leið og tvö grunnhugtök, kyn (sex) og kyngervi (gender), verða krufin. Fjallað verður um helstu kenningar á sviði kynjafræðinnar og lögð sérstök áhersla á að skoða hvernig ójöfnuður kynjanna birtist innan helstu stofnanna samfélagsins (svo sem fjölmiðla, vinnumarkaðar, fjölskyldu, og heilbrigðiskerfis). Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að skoða samtvinnun kyns og annarra áhrifabreyta svo sem kynþáttar, stéttarstöðu, kynhneigðar, og þjóðernis fólks.
Nútímahugtakið
Rætt verður um hvenær farið var að beita hugtakinu nútími á Vesturlöndum og hvernig hugtakið hefur verið skilgreint í gegnum tíðina og alveg til okkar daga. Í því sambandi verður m.a. hugað að því hvernig nútíminn hefur endurspeglast í verkum ýmissa hugsuða og rithöfunda á 19. og 20. öld, auk þess sem rætt verður um muninn á módernisma og póstmódernisma. Einnig verður fjallað um uppruna hugtaksins nútímavæðing á Vesturlöndum og hugmyndafræðilegar birtingarmyndir hennar, t.d. í veraldarvæðingunni, iðnvæðingunni, lýðræðisvæðingunni og einstaklingshyggju. Hugað verður að þessum atriðum frá trúarlegum, efnahagslegum, stjórnmálalegum og félagslegum sjónarhornum.
Valnámskeið á áherslusviði
Nemendur velji námskeið í samráði við kennara/brautarstjóra deildarinnar.
Valnámskeið á áherslusviði
Nemendur velji námskeið í samráði við kennara/brautarstjóra deildarinnar.
Valnámskeið á áherslusviði
Nemendur velji námskeið í samráði við kennara/brautarstjóra deildarinnar.
B.A. verkefni í nútímafræði
Nemandinn velur sér ritgerðarefni í samráði við umsjónarmann með lokaverkefnum í nútímafræði og skrifar fræðilega ritgerð um efnið undir handleiðslu leiðbeinanda. Ritgerðin á að bera vott um (a) gott vald á máli og framsetningu, (b) sjálfstæð efnistök og frumleika, og (c) staðgóða þekkingu á rannsóknarefninu. Nauðsynlegt er að fá formlegt samþykki fyrir viðfangsefninu og vinna það samkvæmt reglum um lokaverkefni.