Nám í heimskautarétti tekur á fjölmörgum lögfræðilegum álitaefnum tengd norður- og suðurskautinu.

Heimskautaréttur fjallar um þau réttarkerfi sem eru við lýði á Norður- og Suðurheimskautunum. Námið er þverfaglegt með áherslu á viðeigandi svið þjóðaréttar og félagsvísinda. Áherslur í náminu eru meðal annars á: þjóðarétt, þar á meðal hafrétt og umhverfisrétt; frumbyggjarétt og réttindi annarra íbúa á svæðunum; stjórnmála- og þróunarfræði á heimskautasvæðunum; ásamt því að fjallað verður hinar ýmsu atvinnugreinar og hag- og viðskiptafræði bæði á Norður- og Suðurheimskautunum.

KENNSLA Í HEIMSKAUTARÉTTI FER FRAM Á ENSKU

Opið er fyrir umsóknir í nám í heimskautarétti annað hvert ár. Opið verður fyrir umsóknir vor 2025.

Tengdar námsleiðir:

Er námið fyrir þig?

  • Hefur þú áhuga á þjóðarétti á norður- og suðurheimskautunum?
  • Hefur þú áhuga á réttindum frumbyggja og annara íbúa á norðurslóðum?
  • Viltu læra meira um umhverfisvernd á heimskautasvæðum?
  • Hefur þú áhuga á stjórnun auðlinda á norðurslóðum og suðurskautinu?
  • Býrðu yfir færni í ensku?
  • Viltu bæta fræðilega rannsóknarhæfileika þína?
  • Langar þig að læra í alþjóðlegu umhverfi?

Áherslur námsins

Nám í heimskautarétti snýst um hvernig mönnum, umhverfi og auðlindum er stjórnað á norðurslóðum og suðurskautinu. Þau telja ríkiskerfið á norðurslóðum öfugt við alþjóðasáttmálakerfið fyrir meginland Suðurskautslandsins. Námið skoðar hvernig spennu er haldið í lágmarki með beitingu réttarríkis og öflugu samstarfi ríkja, frumbyggja norðurslóða, alþjóðastofnana og annarra þátttakenda.

Stúdentar fræðast um alþjóðlegan lagaramma, þar á meðal hafrétt, umhverfisrétt og réttindi frumbyggja. Þeir fá einnig kynningu á þjóðum norðurslóða, meginreglur efnahagsþróunar og góða stjórnarhætti.

Mikið er lagt upp úr alþjóðlegu samstarfi við aðra háskóla. 

Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans.

Möguleikar að námi loknu

Námið undirbýr nemendur fyrir störf meðal annars hjá opinberum stofnunum eða einkafyrirtækjum, alþjóðasamtökum, frjálsum félagasamtökum, frumbyggjaþjóðum á norðurskautssvæðinu, í háskólum eða rannsóknastofnunum.

Meistaranámið (LLM eða MA) er líka góður undirbúningur fyrir doktorsnám eða frekari rannsóknir á málefnum heimskautanna og þjóðaréttar.

Inntökuskilyrði

Almenn krafa er að nemendur hafi lokið BA/BS-gráðu við viðurkennda innlenda eða erlenda háskóla á sambærilegu sviði.

Hér getur þú lesið meira um inntökuskilyrði háskólans.

Umsagnir

Í náminu hef ég fengið tækifæri til að skoða lagaleg málefni á norður- og suðurskautssvæðinu út frá breiðu sjónarhorni og vinna með framúrskarandi fræðimönnum og sérfræðingum. Þetta hefur gefið mér einstaka og hagnýta innsýn í þetta sérhæfða svið. Námið hefur styrkt ástríðu mína fyrir því að taka þátt í málefnum og stjórnarháttum á heimskautasvæðum.

Mitchell Sallis
stúdent á 2. ári

Námið er tilvalið fyrir alla sem hafa ástríðu fyrir norðurslóðum. Það veitir sterkan lagalegan grunn og nemendur eru hvattir til að skoða þessi svæði út frá eigin fræðasýn. Margir nemendur fá einnig tækifæri til að sækja ráðstefnur og kynna rannsóknir sínar sem gefur dýrmæt tækifæri til vaxtar og stuðnings.

Anna Lauenburger
stúdent á 2. ári

Námið er fjölbreytt og gefur bæði fræðilega og hagnýta þekkingu. Þannig kynnast nemendur margvíslegum lagalegum, pólitískum og félagsfræðilegum þáttum í málefnum norðurslóða. Það sem ég met mest við námið mitt við Háskólann á Akureyri eru þau tækifæri sem skapast af víðtækri sérfræðiþekkingu námsins.

Niall J Janssen
stúdent á 2. ári