Starfað er eftir reglum um stjórnskipulag Hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri nr. 416/2012 með breytingum, sjá lög og reglur HA.
Fræðasviðsfundur
Fræðasviðsfundur er að jafnaði haldinn tvisvar á misseri og fer með æðsta vald í málefnum fræðasviðsins. Á fræðasviðsfundi eiga sæti allir fastráðnir starfsmenn fræðasviðsins, þrír fulltrúar stundakennara og þrír fulltrúar nemenda.
Deildaráð
Deildaráð kemur saman að jafnaði á þriggja vikna fresti. Það fer meðal annars með æðsta vald fræðasviðsins á milli fræðasviðsfunda og málefni einstakra nemenda.
Í deildaráði sitja forseti fræðasviðsins, staðgengill forseta, formenn deilda, forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar, fulltrúi kennara og fulltrúi nemenda.
Deildarfundir
Deildarfundir eru að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði. Á þeim er fjallað um dagleg málefni viðkomandi deildar. Á deildarfundum eiga sæti formenn deilda, fastir kennarar og fulltrúi nemenda.
Matsnefndir deilda
Matsnefndir deilda sjá um að undirbúa breytingar á námskipan deilda og fjalla um beiðnir nemenda um mat á námi. Á hug- og félagsvísindasviði fara þrjár nefndir með þessi hlutverk:
- Matsnefnd í félagsvísindum og lögfræði (sálfræði, fjölmiðlafræði, félagsvísindi, nútímafræði, lögfræði, lögreglufræði og meistaranám)
- Námsnefnd Kennaradeildar (grunn- og framhaldsnám, samanber reglur námsnefndar)
- Matsnefnd Kennaradeildar (grunn- og framhaldsnám, samanber reglur matsnefndar)
Erindi til stjórnsýslu fræðasviðsins
Erindi til stjórnsýslueininga fræðasviðsins skulu berast a.m.k. viku fyrir fund til skrifstofu fræðasviðsins, dagsett og undirrituð.