Í Auðlindadeild er boðið upp á tvær námsleiðir til BS prófs; líftækni og sjávarútvegsfræði og eru báðar námsleiðir eingöngu kenndar við Háskólann á Akureyri. Einnig bjóðum við upp á rannsóknatengt meistaranám í auðlindafræðum.
Við Auðlindadeild starfar reynslumikið fræðifólk og öflugt starfsfólk í stjórnsýslu og stoðþjónustu. Fjölbreyttar rannsóknir eru stundaðar á ýmsum sviðum innan líftækni og sjávarútvegsfræði og gefst stúdentum kostur á að taka þátt í þeim á lokastigum námsins.
Við leggjum áherslu á að bjóða upp á hagnýtt nám og vitum að ykkur verða allir vegir færir að námi loknu, og þið tilbúin til að leysa þær áskoranir og viðfangsefni sem bíða ykkar þegar út á vinnumarkaðinn er komið.
Fyrir hönd Auðlindadeildar býð ég ykkur hjartanlega velkomin og hlakka til samstarfsins við ykkur á næstu árum.