Jafnrétti og virðing
- Við sýnum hvert öðru virðingu óháð kyni, kynhneigð, stöðu, uppruna eða öðru
- Við vöndum umræðu hvert um annað og vinnustað okkar
- Við leggjum okkur fram við að setja okkur í spor annarra
- Við forðumst „við og þið“ orðræðu í neikvæðri merkingu
- Við virðum skoðanir alls samstarfsfólks okkar
Traust og frumkvæði
- Við leggjum áherslu á þátttöku sem flestra í ákvörðunum sem hafa áhrif á störf þeirra
- Við líðum ekki ofbeldi, einelti, áreitni, baktal og útilokun
- Við tölum um samskipti og líðan og leiðbeinum hvert öðru
- Við leggjum áherslu á gott upplýsingaflæði og leitum upplýsinga þegar við þurfum
- Við virðum tíma og verkefni annarra og svörum erindum sem okkur berast
Jákvæðni og kurteisi
- Við sýnum hvert öðru tillitssemi og umhyggju
- Við bendum á það sem vel er gert og leitumst við að gagnrýna á uppbyggilegan hátt
- Við styðjum og hvetjum samstarfsfólk okkar jafnt faglega sem persónulega
- Við reynum að sjá styrkleikana og það besta hvert hjá öðru
- Við hlustum af athygli og komum fram af kurteisi
Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að vinna saman að því að sáttmálinn sé virtur.