Við stöndum stöðugt frammi fyrir nýjum viðfangsefnum og áskorunum í lífinu sem þarf að leysa og lifa með. Sum störf hverfa og önnur koma í staðinn, lífsstíll fólks breytist, og samkeppnisumhverfið er kvikt og kallar reglulega á nýja þekkingu og færni. Nám þarf að taka mið af öllu þessu.
Við erum í forystu í sveigjanlegu námi og fjarnámi og mætum breyttum kröfum samfélagsins þannig að nemendur geti til dæmis stundað nám með vinnu og á þeim stað og tíma sem hentar best.
Við leggjum áherslu á að bjóða upp á framsækið og hagnýtt nám með það að markmiði að þjóna þörfum nemenda, fyrirtækja, stofnana og samfélagsins alls með ábyrgð að leiðarljósi. Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði? Viltu efla þig og vaxa? Viltu kynnast nýju fólki? Hverjir eru draumar þínir? Við viljum hjálpa þér að láta þá rætast.
Fyrir hönd Viðskiptadeildar býð ég ykkur hjartanlega velkomin.