Lokaverkefni

Þegar lokaverkefnið þitt er tilbúið og komið að skilum þarft þú að sjá til þess að rafrænu eintaki sé skilað á tvo staði: Í Skemmuna og í Turnitin skilahólfið í Canvas.

  1. Skiladagur í Skemmuna er samkvæmt reglum deildarinnar. Það er forsenda þess að þú brautskráist
  2. Leiðbeinandi þarf að samþykkja lokaverkefnið áður en þú skilar
  3. Passaðu að skila lokaútgáfu verksins

Allar upplýsingar um lokaverkefni og gerð þeirra finnur þú í námskeiði fyrir lokaverkefni í Canvas.

Leiðbeiningar: Skemman

Skemman er rafrænt varðveislusafn allra íslenskra háskóla þar sem lokaverkefni eru varðveitt.

Svona skilar þú lokaverkefni í Skemmuna:

  1. Farðu inn á skemman.is
  2. Veldu Skil í Skemmuna
  3. Veldu Háskólann á Akureyri
  4. Skráðu þig inn með @unak.is netfanginu þínu
  5. Undir Hefja ný skil velur þú viðeigandi safn og tegund Lokaverkefni
  6. Fylgdu leiðbeiningum í hverju skrefi en athugaðu vel eftirfarandi:
    • Lokaverkefnið á að vera á pdf-formi
    • Meginreglan er að lokaverkefni séu opin til aflestrar, en það má ekki prenta eða afrita þau
    • Ef þú þarft að loka aðgengi að heildartexta tímabundið, til dæmis vegna trúnaðarupplýsinga, þá skaltu skipta verkefninu upp í eftirfarandi skjöl:
      • Efnisyfirlit
      • Heimildaskrá
      • Fylgiskjöl (þótt þau séu lokuð)
      • Heildartexti (hann verður að vera skráður í Skemmuna þó að hann sé lokaður)
  7. Staðfesta skil. Til að ljúka ferlinu verður þú að staðfesta skilmála og staðfesta skilin
  8. Þú færð svo tölvupóst með niðurstöðum, þar sem skilin eru annaðhvort samþykkt eða þeim er hafnað. Ef skilunum er hafnað færð þú verkefnið til baka og hefur tækifæri til að lagfæra og senda inn aftur

Leiðbeiningar: Turnitin

Turnitin er forrit til varnar ritstuldi. Það ber saman innsent efni, eins og til dæmis ritgerðir stúdenta, við gagnasöfn og efni á netinu. Það býr til skýrslu sem sýnir efni sem samsvarar öðrum heimildum og hjálpar stúdentum að bæta heimildanotkun sína.

Þú getur prófað hvenær sem er

Í Canvas er Turnitin prufu-skilahólf sem allir stúdentar HA geta notað og prófað. Kennarar hafa ekki aðgang að þessu námskeiði og aðeins þú getur séð verkefnin þín og niðurstöður.

Leiðbeiningar um skil í Turnitin skilahólf, skoðun samanburðarskýrslu og fleira:

Fleiri leiðbeiningar um Turnitin eru að finna á síðunni Upptökur og leiðbeiningar.

 

Getum við aðstoðað?

Ef þú hefur spurningar um skil í Skemmuna eða Turnitin, þá getur þú haft samband við bókasafnið. Þú getur einnig fengið aðstoð frá Ritveri HA við skrif á lokaverkefni – þar færðu ráðgjöf varðandi uppbyggingu ritgerða, akademísk skrif, og tæknileg atriði í sniðmátinu.