Nám til MT-prófs í kennarafræðum veitir réttindi til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Námið er beint framhald af BEd námi við kennaradeild HA eða öðru grunnnámi á háskólastigi.

Er námið fyrir þig?

  • Hefur þú áhuga á að verða kennari?
  • Hefur þú lokið grunnnámi á háskólastigi og vilt afla þér kennsluréttinda?
  • Hefur þú áhuga á uppeldis- og skólamálum?
  • Hefur þú gaman af ólíkum viðfangsefnum?
  • Finnst þér gaman að miðla af þekkingu þinni?
  • Vilt þú hafa góð áhrif?

Áherslur námsins

Við upphaf námsins velur þú það skólastig sem þú ætlar að sérhæfa þig í: 

  • Leikskólastig
  • Grunnskólastig
  • Framhaldsskólastig (Ekki innritað skólaárið 2024-25)

Áhersla er á starfsnám sem spannar hálft eða heilt námsmisseri hjá verðandi leik- og grunnskólakennurum. Samhliða starfsnáminu taka nemendur 30 einingar á áherslusviði.

Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans:

Fyrirkomulag námsins

Brautarstjóri námslínunnar er Rannveig Oddsdóttir. Nemendur taka heildstætt áherslusvið. Áherslusvið í boði eru:

  • Mál og læsi 
  • Skóli margbreytileikans 
  • Upplýsingatækni í skólastarfi

Kennsla fer fram í staðbundnum námslotum í Háskólanum á Akureyri og er skyldumæting í þær. Margvíslegir möguleikar eru notaðir við miðlun efnis og til gagnvirkra samskipta. Á síðara námsárinu eru nemar í 30 eininga vettvangsnámi og 30 einingum á áherslusviði. 

Möguleikar að námi loknu

Að loknu MT-prófi getur nemandi sótt um leyfisbréf til kennslu á því skólastigi sem hann hefur sérhæft sig til. Jafnframt opnar námið á margvísleg störf í menntakerfinu.

Markmiðið með viðbótarnámi í kennarafræði er að mennta fólk til starfsréttinda. Jafnframt eykur það hæfni til að stunda frekara nám.

Hæfni í íslensku

Samkvæmt reglugerð um hæfniramma með viðmiðum fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla skal kennari við brautskráningu úr kennaranámi við íslenska háskóla búa yfir hæfni í íslensku sem samsvarar að lágmarki C1 í Evrópska tungumálarammanum.

Því eru þau sem ekki hafa íslensku sem fyrsta mál og sækja um grunn- eða framhaldsnám við Kennaradeild beðin um að meta færni sína í íslensku og fylla út sjálfsmatsramma Evrópuráðsins.

Hér má sjá Tungumálaramma Evrópuráðsins.

Námskeið við Kennaradeild eru almennt kennd á íslensku.

Inntökuskilyrði

Almenn krafa er að nemendur hafi lokið grunnnámi á háskólastigi og fengið að minnsta kosti 1. einkunn (7,25) í meðaleinkunn.

Umsækjendur sem lokið hafa sambærilegum prófum með 2. einkunn og hafa auki að lágmarki 5 ára starfsreynslu úr skólastarfi geta sótt um á undanþágu.

Hér getur þú lesið meira um inntökuskilyrði háskólans.

Félagslífið

Magister er félag kennaranema og leggur félagið sig fram við að efla tengslamyndum nemenda í námslotum. Þú getur nálgast nánari upplýsingar um félagið á Facebook.