Ritver

Ritver Háskólans á Akureyri

Í ritveri Háskólans á Akureyri getur þú fengið aðstoð við:

  • Uppbyggingu ritgerða
  • Gerð rannsóknarspurningar
  • Fræðileg skrif
  • Allt sem viðkemur íslensku máli og textagerð
  • Heimildanotkun - hvernig við nýtum heimildir í textagerð
  • Sniðmát og önnur tæknileg atriði í word - hægt er að nálgast sniðmát lokaverkefna undir hverju fræðasviði í Uglu

Afgreiðslutími

  • Mánudaga kl. 10-12
  • Fimmtudaga kl. 10-12

Bóka tíma

Tímabókun í ritver

  • Þú bókar tíma í ritveri í gegnum bókunarsíðu ritversins
    • Tímar á staðnum fara fram í fundarherberginu á bókasafninu, F214.
    • Rafrænir fundir fara fram í gegnum Teams, þú færð sendan tölvupóst með hlekk.
  • Hver tími er þrjátíu mínútur

Bóka tíma

Góð ráð áður en hafist er handa við að skrifa lokaritgerð

  • Skoða leiðbeiningar um frágang BA og MA lokaverkefna undir þínu fræðasviði á Uglu
  • Leita til umsjónarmanns BA/MA verkefna hjá þinni deild ef eitthvað er óskýrt varðandi leiðbeiningar
  • Sækja sniðmát fyrir lokaritgerðir og kynna sér það vel. Ritverið leiðbeinir ef eitthvað er óljóst með sniðmátið
  • Ritverið mælir með að skrifa ritgerðina beint inn í sniðmátið
  • Nota RefWorks eða annað heimildaskráningaforrit til þess að halda utan um heimildir. Á vef bókasafnsins má finna leiðbeiningar um RefWorks

Leiðbeiningar