Við búum vel að nemendum okkar. Hópar eru fámennir og því skapast skemmtilegt og náið andrúmsloft milli nemenda og kennara. Deildir sviðsins eru í góðum samskiptum við fjölbreytta flóru stofnana um allt land þar sem nemendur stunda meðal annars klínískt nám, vettvangsnám eða fagtengda þjálfun. Nemendur okkar gefa náminu og félagslífinu góða umsögn og vinnustaðir brautskráðra nemenda gefa þeim og náminu á sviðinu góðan vitnisburð. Ég býð ykkur velkomin til náms á Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði.
Þátttaka og stuðningsþarfir fullorðinna barna við umönnun aldraðra mæðra
Þátttaka fullorðinna barna í umönnun aldraðra mæðra á hjúkrunarheimilum og þarfir þeirra fyrir fræðslu og stuðning.