Aðstoðarmannakerfið

Aðstoðarmannakerfið

Aðstoðarmannakerfið er nýtt verkefni hjá Háskólanum á Akureyri

Starfið er launað og fær nemandi greitt miðað við unna tíma þegar hann hefur lokið verkefninu. – Þetta á við öll svið/deildir.

Aðstoðarmenn sinna mörgum ólíkum verkefnum í samráði við umsjónarkennara, svo sem  undirbúning námskeiðs, verkefnayfirferð, uppsetningu prófa, aðstoð við klíníska/verklega kennslu og umræðutíma. Aðstoðarmannastarfið er gott tækifæri til að bæta við sig þekkingu og reyna fyrir sér í kennslu.

Heilbrigðisvísindasvið

Skrifstofa heilbrigðisvísindasviðs sendir út tölvupóst þar sem óskað er eftir aðstoðarmönnum fyrir komandi misseri. Umsækjendur þurfa að fylla út umsóknareyðublað og skila inn fyrir auglýstan umsóknarfrest á netfangið bergthora@unak.is. Í eyðublaðinu þarf að fylla út hvað viðkomandi getur unnið margar klukkustundir á misserinu, hvenær hann/hún/hán getur unnið, hvar styrkleikar og áhugasvið viðkomandi liggur og hvers konar verkefni hann/hún/hán er tilbún/n til að taka að sér. Öllum umsóknum er svarað þegar ráðningar liggja fyrir.

Nemendur þurfa að uppfylla eftirfarandi lágmarkskröfur til að geta fengið ráðningu sem aðstoðarmaður við heilbrigðisvísindasvið: 

  • Í grunnnámi: Að hafa lokið námskeiðinu sem hann kennir í með fyrstu einkunn
  • Í framhaldsnámi: Að vera með góða þekkingu á námsefninu í námskeiðinu sem hann kennir í og vera með fyrstu einkunn sem meðaleinkunn í framhaldsnáminu
  • Að vera nemandi við HA eða hafa útskrifast frá HA innan 2 ára frá ráðningu
  • Að vera almennt sterkur námsmaður, kennarar geta metið nemanda út frá ólíkum námsþáttum

Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu endilega hafa samband við Bergþóru á sviðsskrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs sem svarar þér eftir bestu getu.