Aðstoðarkennarakerfið

Aðstoðarmannakerfið

Aðstoðarkennarakerfið er nýtt verkefni hjá Háskólanum á Akureyri

Starfið er launað og fær nemandi greitt miðað við unna tíma þegar hann hefur lokið verkefninu. – Þetta á við öll svið/deildir.

Aðstoðarkennarar sinna mörgum ólíkum verkefnum í samráði við umsjónarkennara, svo sem  undirbúningi námskeiðs, verkefnayfirferð, uppsetningu prófa, aðstoð við klíníska/verklega kennslu og umræðutíma.

Aðstoðarkennarastarfið er gott tækifæri til að bæta við sig þekkingu og reyna fyrir sér í kennslu.

Hjúkrunar- og iðjuþjálfunarfræðideild

Umsjónarkennarar námskeiða ráða til sín aðstoðarkennara fyrir hvert misseri. Ef þú hefur áhuga á að starfa sem aðstoðarmaður getur þú haft samband við umsjónarkennara námskeiðs eða Bergþóru á sviðsskrifstofu Heilbrigðis-, viðskipta-, og raunvísindasviðs.

Aðstoðarkennarar sinna mörgum ólíkum verkefnum í samráði við umsjónarkennara, svo sem verkefnayfirferð, uppsetningu prófa, aðstoð við klíníska/verklega kennslu og umræðutíma.

Starfið er kjörið tækifæri til að dýpka þekkingu, öðlast reynslu í kennslu og bæta við ferilskrána. Ekki hika við að hafa samband.

Hæfniskröfur

Aðstoðarmaður umsjónarkennara í heilbrigðisvísindum þarf að uppfylla eftirfarandi lágmarkskröfur til að geta fengið ráðningu: 

  • Í grunnnámi: Hafa lokið námskeiðinu með fyrstu einkunn
  • Í framhaldsnámi: Góð þekking á námsefninu og fyrsta einkunn sem meðaleinkunn í framhaldsnáminu
  • Vera sterkur námsmaður (kennari metur hæfni út frá ólíkum námsþáttum)

Samningur um starf aðstoðarkennara

Fáir þú starf sem aðstoðarmaður þarftu í framhaldinu að fylla út samning ásamt umsjónarkennara. Samningurinn þarf að vera undirritaður rafrænt áður en starf hefst.

Nánari upplýsingar

Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu endilega hafa samband við Bergþóru á sviðsskrifstofu Heilbrigðis-, viðskipta-, og raunvísindasviðs sem svarar þér eftir bestu getu. 

Hug- og félagsvísindasvið

Um er að ræða launað starf fyrir stúdenta. Starfið er kjörið tækifæri til að dýpka þekkingu, öðlast reynslu í kennslu og bæta við ferilskrána!

Aðstoðarkennarar sinna mörgum ólíkum verkefnum í samráði við umsjónarkennara. Verkefnin geta snúið að

  • undirbúningi námskeiðs
  • verkefnayfirferð
  • uppsetningu prófa
  • aðstoð við verklega kennslu og umræðutíma. 

Ef þú hefur áhuga á að starfa sem aðstoðarkennari getur þú haft samband við umsjónarkennara námskeiðs eða Katrínu á sviðsskrifstofu Hug- og félagsvísindasviðs.

Hæfniskröfur

Stúdentar þurfa að uppfylla eftirfarandi lágmarkskröfur til að geta fengið ráðningu sem aðstoðarkennarar við Hug- og félagsvísindasvið:

  • Í grunnnámi: Hafa lokið námskeiðinu með fyrstu einkunn eða öðru sambærilegu
  • Í framhaldsnámi: Góð þekking á námsefninu
  • Vera sterkur námsmaður (kennari metur hæfni út frá ólíkum námsþáttum)

Samningur um starf aðstoðarkennara

Fáir þú starf sem aðstoðarmaður þarftu í framhaldinu að fylla út samning ásamt umsjónarkennara. Samningurinn þarf að vera undirritaður rafrænt áður en starf hefst.

Nánari upplýsingar

Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu endilega hafa samband við Katrínu á sviðsskrifstofu Hug- og félagsvísindasviðs sem svarar þér eftir bestu getu.