Útskriftarhátíðin er einn af stóru dögunum í lífi þínu. Ávinningnum er náð og tími er til að fagna.
Skráning vegna brautskráningar í júní fer fram á Uglu í janúar þegar þú staðfestir val þitt. Þeir sem hyggja á brautskráningu en hafa ekki skráð sig er bent á að hafa samband við skrifstofustjóra síns sviðs.
Kannaðu hvort þú hafir staðist allar kröfur sem gerðar eru til útskriftar áður en þú skráir þig.
Prófskírteini og viðaukar
Útskriftarskírteini
Við brautskráningu færðu afhent útskriftarskírteini og afrit af námsferli á íslensku og ensku.
Geymdu skírteinin vel því að þau eru ekki endurútgefin ef þau týnast.
Ef þú hefur ekki kost á því að mæta á brautskráninguna ert þú beðin/inn um að láta nemendaskrá vita, nemskra@unak.is. Þú getur óskað eftir því að fá skírteinið þitt afhent í afgreiðslu háskólans eða sent í pósti.
Skírteinisviðauki
Þú færð skírteinisviðauka afhentan með útskriftarskírteini. Viðaukinn er á íslensku og ensku. Í viðaukanum er greinargóð lýsing á náminu þínu og stutt lýsing á íslensku menntakerfi og uppbyggingu þess.
Ef þú sækir um skólavist í erlendum háskólum þarftu oftast að senda afrit skírteinisviðauka með umsókn.
Vottun á skírteinisviðauka
Háskólinn á Akureyri fékk árið 2012 Diploma Supplement vottun (DS Label).
Vottunin þýðir að skírteinisviðaukinn sem stúdentar háskólans fá við brautskráningu er samkvæmt fyrirmælum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commisson).
Viðaukanum er ætlað að veita hlutlægar upplýsingar um námið í HA. Markmiðið er að bæta alþjóðlegt „gegnsæi“ og stuðla þannig að viðurkenningu náms frá HA hjá menntastofnunum, alþjóðlega og á vinnumarkaði.
Kynntu þér upplýsingar um Diploma Supplement Evrópusambandsins.
Brautskráning án brautskráningarhátíðar
Nemendur sem ljúka námi utan hefðbundins tíma að vori geta fengið námslok staðfest og prófskírteini afhent 15. október eða 15. febrúar.
- Beiðni um brautskráningu þarf að liggja fyrir ekki síðar en 1. dag október/febrúar
- Öll brautskráningargögn þurfa þá einnig að liggja fyrir
- Brautskráningarhátið fer aðeins fram í júní
Háskólahátíð
Brautskráningarhátíð Háskólans á Akureyri nefnist Háskólahátíð. Hér getur þú lesið meira um hátíðina.