Diplómanám í kennsluráðgjöf og starfsþróun er ætlað þeim sem vilja auka sérþekkingu sína og starfshæfni á sviði menntamála.

Námsleiðin hentar þeim sem vilja auka þekkingu sína í kennsluráðgjöf og starfsþróun og efla hæfni sína til að styðja við nýliða eða aðra í kennslu og þróa starfshætti í skólastarfi.

Er námið fyrir þig?

  • Hefur þú áhuga á að bæta við þekkingu þína?
  • Langar þig að efla skólastarf?
  • Vilt þú stuðla að skólaþróun og árangursríku skólastarfi?
  • Hefur þú áhuga á að byggja upp fagmennsku í lærdómssamfélagi?
  • Vilt þú veita kennurum stuðning og leiðsögn fyrstu árin í kennarastarfinu?

Áherslur námsins

Sérhæfing í kennsluráðgjöf og starfsþróun er 60 ECTS eininga nám á meistarastigi og lýkur með diplómu. Markmið þess er að auka þekkingu, leikni og hæfni kennara til að styðja við kennslu og starfsþróun í skólastarfi.

Þú getur skoðað skipulag námsins neðar á síðunni og í Uglu, kennsluvef háskólans.

Fyrirkomulag náms

Námið er 60 ECTS einingar á meistarastigi, ljúka þarf 20 ECTS úr kjarna, 30 ECTS af áherslusviði og 10 ECTS eininga vali.

Möguleikar að námi loknu

Nám í kennsluráðgjöf og starfsþróun hentar sérstaklega vel þeim sem hafa kennslureynslu og vilja dýpka þekkingu sína, efla sig í starfi og styðja við skólastarf sem kennsluráðgjafar.

Viðbótarnámi í menntavísindum er ætlað að styrkja nemendur til þess að takast á við störf í menntakerfinu sem krefjast framhaldsmenntunar á sviði menntavísinda. Jafnframt eykur það hæfni til að stunda frekara nám.

Hæfni í íslensku

Samkvæmt reglugerð um hæfniramma með viðmiðum fyrir almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla skal kennari við brautskráningu úr kennaranámi við íslenska háskóla búa yfir hæfni í íslensku sem samsvarar að lágmarki C1 í Evrópska tungumálarammanum.

Því eru þau sem ekki hafa íslensku sem fyrsta mál og sækja um grunn- eða framhaldsnám við Kennaradeild beðin um að meta færni sína í íslensku og fylla út sjálfsmatsramma Evrópuráðsins.

Hér má sjá Tungumálaramma Evrópuráðsins.

Námskeið við Kennaradeild eru almennt kennd á íslensku.

Inntökuskilyrði

Leyfisbréf til kennslu og að lágmarki 3ja ára kennslureynsla.

Hér getur þú lesið meira um inntökuskilyrði háskólans.