Við lagadeild HA er boðið upp grunnnám og meistaranám í lögfræði, auk staðarnáms á meistarastigi í heimskautarétti. Markmiðið er að koma til móts við væntingar stúdenta um lögfræðimenntun sem hvílir á traustum fræðilegum stoðum og býr þá undir hagnýt störf sem lögfræðingar í dómskerfinu, stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélaga, lögmennsku, eða öðrum störfum innanlands sem utan þar sem lögfræðimenntun nýtist. Nám í heimskautarétti tengist lykilhagsmunum Íslands á Norðurslóðum.
Til að tryggja jafnt aðgengi að góðri lögfræðimenntun óháð búsetu leggjum við áherslu á sveigjanleika í námi með því að bjóða upp á fjarkennslu með reglulegum námslotum án kröfu um daglega viðveru á háskólasvæðinu. Ég hvet alla þá sem hafa hug á námi í lögfræði til að kynna sér námið í lagadeild HA.
Við Lagadeild starfar öflugt fræðafólk auk starfsfólks í stjórnsýslu og stoðþjónustu.