Starfað er eftir reglum um stjórnskipulag Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri nr. 820/2022.
Fræðasviðsfundur
Fræðasviðsfundur er haldin minnst einu sinni á misseri og er samráðsvettvangur þar sem fram fer umræða um innri málefni sviðsins.
Deildaráð
Deildum er heimilt að mynda deildarráð. Þar skulu eiga sæti deildarforseti, brautarstjórar og tveri fulltrúar stúdenta kjörnir af félagasamtökum þeirra til eins árs í senn úr hópi fulltrúa stúdenta á deildarfundum. Deildir setja sér nánari reglur um fjölda fulltrúa á deildarráðsfundum.
Deildarfundir
Deildarfundur fer með æðsta ákvörðunarvald er varðar kennslu og rannsóknir innan hverrar deildar. Kveðið er á um skipulag, verkefni og hlutverk deildarfundar í 20. grein reglna fyrir Háskólann á Akureyri ("setja hyperlink á reglur HA"). Eftirtaldir fulltrúar eiga rétt til setu og til að fara með atkvæðisrétt á deildarfundum:
a) Deildarforseti, prófessorar, dósentar, lektorar og aðjúnktar ráðnir til starfa hjá viðkomandi deild í 49% starfshlutfalli eða meira
b) Aðrir sem deild ákveður
c) Einn fulltrúi stundakennara innan deildarinnar, tilnefndur úr þeirra hópi til eins árs í senn
d) Að minnsta kosti einn fulltrúi stúdenta, tilnefndur af viðkomandi aðildarfélagi Stúdentafélagsins til eins árs í senn.
Jafnframt situr fulltrúi skrifstofu fræðasviðs deildarfundi með tillögurétt en án atkvæðisréttar.
Náms- og matsnefndir
Innan hverrar deildar sviðsins starfa náms- og matsnefndir. Hlutverk námsnefndar er að fjalla um og gera tillögur um kennsluskrá og námsskipan og námsgreinar fyrir tilteknar deildir eða námsbrautir. Hlutverk matsnefndar er að gera tillögur um mat á fyrra námi og fyrirhuguðu skiptinámi súdenta í viðkomandi deild eða námsbraut. Einstökum deildum innan fræðasviðs er heimilt að sameinast um náms- og matsnefndir. Náms- og matsnefnd skal skipuð minnst þremur fulltrúum kennara (prófessora, dósenta, lektora eða aðjúnkta), sem valdir skulu til tveggja ára í senn af viðkomandi deildarfundi, og einum fulltrúa stúdenta sem valinn er af félagssamtökum þeirra til eins árs í senn. Jafnframt skal deildarforseti starfa með nefndinni auk starfsfólks úr stjórnsýslu og stoðþjónustu fræðasviðsins.
Erindi til stjórnsýslu Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs
Erindi til stjórnsýslueininga sviðsins skulu berast viku fyrir fund á skrifstofu Heilbrigðis-, viðskipta og raunsvísindasviðs.