Eitt af megin hlutverkum Háskólans á Akureyri er að afla þekkingar og miðla henni til samfélagsins. Háskólanum er bæði ljúft og skylt að rækta það hlutverk sitt með samstarfi við fjölmarga aðila innan og utan háskólasamfélagsins.
Samstarf opinberu háskólanna
Samstarf opinberu háskólanna hófst með formlegum hætti í ágúst 2010.
Markmið verkefnisins eru í fyrsta lagi efling íslenskra háskóla, kennslu og rannsókna, í öðru lagi aukin hagkvæmni í rekstri háskóla og í þriðja lagi að tryggja háskólastarfsemi víða á landinu.
Aðilar að verkefninu eru:
Á vef Samstarfs opinberu háskólanna má finna nánari lýsingu á verkefninu.
Samstarfsnefnd
Samstarfsnefnd háskólastigsins hefur starfað frá árinu 1990 og starfar nú skv. 26. gr. laga um háskóla nr. 63/2006.
Í nefndinni eru rektorar háskóla sem hafa fengið viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Nefndin kemur reglulega saman og fjallar um ýmis málefni er varða starfsemi og hagsmuni háskólanna og veitir umsagnir um mál sem háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra eða einstakir háskólar vísa til hennar. Enn fremur tilnefnir samstarfsnefndin fulltrúa í ýmsar nefndir og ráð.
Samstarfsnefnd háskólastigsins er þannig vettvangur samráðs og samstarfs háskólanna um sameiginleg málefni þeirra, s.s. um gæðamál, gagnkvæma viðurkenningu náms, bókasafnsmál, inntökuskilyrði í háskóla o.fl. Nefndin er aðili að Samtökum norrænna háskóla (NUS) og Samtökum evrópskra háskóla (EUA).
Háskólasetur Vestfjarða
Í viljayfirlýsingunni lýsir Háskólinn á Akureyri því yfir að skólinn taki að sér að hýsa námsleið Háskólaseturs Vestfjarða í haf- og strandsvæðastjórnun og sjávarbyggðafræði. Í þessu felst að nemendur í þessum námsleiðum við Háskólasetur Vestfjarða verða formlega innritaðir í Háskólann á Akureyri og útskrifast með gráðu þaðan en námið fer að öllu leyti fram við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði og verður að öllu leyti í umsjón Háskólaseturs Vestfjarða. Háskólinn á Akureyri tryggir gæðaeftirlit með námsleiðunum og viðurkennir námið sem fullgilt meistaranám.
Samfélagsleg ábyrgð
Í stefnu Háskólans á Akureyri 2018-2023 kemur fram að háskólinn er til fyrirmyndar í íslensku og alþjóðlegu samfélagi. Við skólann er öflug umhverfisstefna, ábyrg framkoma í öllum viðskiptum, gagnsæ stjórnsýsla og ábyrg vísindaleg afstaða gagnvart stærstu áskorunum heimsins á hverjum tíma. Skólinn vill vera í góðum tengslum við nærsamfélag sitt í gegnum samtal við almenning, atvinnulíf og opinberar stofnanir. Háskólinn er jafnframt virkur þátttakandi í erlendu fræðasamfélagi og hvetur því starfsfólk sitt til þátttöku í opinberri umræðu á vísindalegum forsendum.