Snjallvefjan

Ef þú glímir við námsörðugleika getur sjálfshjálparvefsíðan Snjallvefjan aðstoðað þig.

Þar finnur þú gagnleg forrit sem geta auðveldað lestur, hlustun, ritun og skipulag. Á vefsíðunni eru stutt kennslumyndbönd sem kynna hvert forrit og hvernig þú getur notað þau til stuðnings í námi þínu eða daglegu lífi.

Þú getur notað flest forritin í tölvu, spjaldtölvu og snjallsíma. Í myndböndunum er farið nákvæmlega yfir uppsetningu á forritunum og notkun þeirra.