Tölvuþjónusta

Tölvuþjónustan veitir stúdentum og starfsmönnum tækniaðstoð, aðgang að sérhæfðum tækjakosti, hugbúnaði og leiðsögn. Nýttu þér allt það besta í upplýsingatækni frá byrjun misseris.

Hjálparsíða

Þarft þú aðstoð?

Sendu okkur þjónustubeiðni í gegnum rafræna þjónustuborðið okkar um verkefni, lausnir á vandamálum og ráðgjöf:

  SENDA BEIÐNI

Þjónustuborðið er staðsett við nemendaskrá.

Þráðlaust net

Gestanet

Gestanet háskólans heitir HA. Þú getur tengst netinu í gegnum Facebook eða ýtt á „Sleppa innritun".

Flest nettengjanleg tæki ná að tengjast gestanetinu.

HA netið er aðgengilegt alla daga á milli 07:00 og 23:00

Eduroam

Eduroam er kerfi samtengdra auðkennaþjóna hjá rannsókna- og háskólanetum víðsvegar um heiminn.

Þú getur tengst eduroam netkerfi annarra eduroam tengdra háskólastofnana eftir að þú hefur sett upp tenginguna á tækinu þínu.

Fjaraðgangur að staðarneti HA (VPN)