FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fundur var haldinn daginn 29. febrúar 2024, rafrænn í Teams.
Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 14:35.
Mætt voru auk hans:
Bjarni Smári Jónasson fulltrúi háskólaráðs
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi stúdenta (í fjarfundi)
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Einnig mætt:
Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð
Gestir:
Helga María Pétursdóttir verkefnastjóri fjármála og greiningar
Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu
Kristján Þór Magnússon, fulltrúi í valnefnd um ráðningu rektors
Skúli Skúlason, formaður valnefndar um ráðningu rektors
Guðrún Ragnarsdóttir, starfsmaður valnefndar um ráðningu rektors
Rektor kynnti dagskrá.
1. Fjármál og rekstur
2401050
Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri og Helga María Pétursdóttir sátu þennan lið fundarins. Helga fór yfir stuttlega yfir drög að rekstrarniðurstöðu ársins 2023, sem var líka kynnt á síðasta fundi. Ljóst er að niðurstaðan leiðir til þess að gengið er verulega á uppsafnaðan afgang fyrri ára og því mjög mikilvægt að haldið verði vel utan um rekstur ársins 2024, sbr. bókun háskólaráðs frá síðasta fundi.
Helga fór yfir rekstraryfirlit fyrir janúar 2024.
Rektor gerði grein fyrir stöðu mála varðandi sérstaka skoðun og úttekt á stöðu sértekjueininga háskólans. Er í vinnslu og verður áfram á dagskrá háskólaráðs á næstu mánuðum.
Hólmar sagði frá stöðu mála varðandi nýja umsóknar- og upplýsingagátt háskólanna, haskolanam.is, sem unnið hefur verið að undanfarið ár. Vefurinn er ekki tilbúinn til notkunar sem umsóknargátt og því munu umsóknir um nám fyrir næsta skólaár fara í gegnum Uglu HA eins og áður.
Hólmar og Helga yfirgáfu fundinn.
2. Ráðningarferli rektors
2308053
Kristján Þór Magnússon fulltrúi í valnefnd, Skúli Skúlason formaður valnefndar og Guðrún Ragnarsdóttir komu inn á fundinn.
Formaður valnefndar fór yfir störf nefndarinnar, álitsgerð og niðurstöðu
Niðurstaða, störf, aðferðafræði og álit nefndarinnar var ítarlega rætt og háskólaráðsfulltrúar fengu tækifæri til að spyrja nefndarmenn. Samþykkt var að taka áfram í næsta skref ferlisins þá þrjá umsækjendur sem valnefndin metur hæfasta.
Háskólaráð samþykkir að þessum þremur umsækjendum verði boðið að halda kynningu á framtíðarsýn sinni fyrir Háskólann á Akureyri og sýn sína á starf og hlutverk rektors fyrir háskólasamfélagið ásamt því að óska eftir að þau komi til viðtals við háskólaráð, áður en lokaákvörðun verður tekin. Lagt er upp með að þessar kynningar og viðtöl verði haldin á næstu 3 vikum ef mögulegt er og málið verði aftur á dagskrá á fundi háskólaráðs þann 21. Mars nk.
Guðrún, Kristján og Skúli yfirgáfu fundinn.
3. Nýsköpun og frumkvöðlastarf innan HA – samningur við Drift EA
2402064
Rektor kynnti drög að samningi við Drift EA, sem er nýstofnað sjálfstætt og óhagnaðardrifið félag um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, staðsett á Akureyri.
Háskólaráð heimilar rektor að halda áfram með málið innan háskólans með það að markmiði að gera samstarfssamning við Drift EA, sem verði borinn undir háskólaráð áður en skrifað er undir.
4. Samstarf háskóla – samtalið við Háskólann á Bifröst
2308052
Rektor gerði grein fyrir stöðu mála. Sameiginlegur fundur fulltrúa frá báðum skólunum var haldinn í dag þann 29. febrúar og er gert ráð fyrir næstu fundum í næstu viku, 6. og 7. mars. Stýrihópur Háskólans á Akureyri, sem heldur utan um samtalið, fundar vikulega.
5. Bókfærð mál til samþykktar
- Reglur um breytingar á reglum nr. 820/2022 um stjórnskipulag Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs. Framhaldsnámsdeild í heilbrigðisvísindum sameinast Hjúkrunarfræðideild.
- Erindi frá iðjuþjálfunarfræðideild: Fjöldatakmarkanir. Samþykkt að hámark innritaðra nýnema í iðjuþjálfunarfræði verði 50. Samþykkt að hámark innritaðra nemenda í starfsréttindanám í iðjuþjálfun verði 25.
- Reglur um niðurfellingu á reglum nr. 390/2021 um námsmat fyrir sálfræðideild. Samþykkt.
- Reglur um breytingu á reglum nr. 699/2018 um val á nemendum til náms í sálfræði við Hug- og félagsvísindasvið. Samþykkt.
- Reglur um breytingar á reglum nr. 1211/2020 um gjaldskrá Háskólans á Akureyri. Samþykkt.
Samþykkt.
6. Til fróðleiks og upplýsinga
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:02.