FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fundur var haldinn daginn 27.1.2022 í fjarfundi á Teams.
Elín Díanna Gunnarsdóttir, staðgengill rektors setti fund kl. 13:31.
Mætt voru auk hennar:
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Ævar Oddsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Nökkvi Alexander Rounak Jónsson fulltrúi stúdenta
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Sunna Hlín Jóhannesdóttir varafulltrúi menntamálaráðherra
Fjarverandi/forföll:
Eyjólfur Guðmundsson rektor
Karl Frímannsson, fulltrúi menntamálaráðherra
Einnig mætt:
Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu, sem ritar fundargerð.
Gestir:
Hólmar Svansson framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu
Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar
Vaka Óttarsdóttir gæða- og mannauðsstjóri
Rektor kynnti dagskrá.
1. Fjármál og rekstur
2201093
Forstöðumála fjármála og framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu sátu þennan lið fundarins. Forstöðumaður fjármála kynnti fjárhagsáætlun 2022 og áætlun til þriggja ára. Einnig liggur fyrir fundinum stefnuskjal ríkisaðila til þriggja ára. Umræður sköpuðust um forsendur áætlunar varðandi úthlutun í vinnumatssjóð og var óskað eftir nánari upplýsingum fyrir næsta fund.
Forstöðumaður fjármála og framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu yfirgáfu fundinn.
2. Innritun nýnema 2022
2201087
Miðað við núverandi stöðu er ekki gert ráð fyrir almennum ráðstöfunum varðandi fjöldatakmarkanir vegna innritunar nýnema á haustmisseri 2022. Deildir og fræðasvið háskólans bera ábyrgð á að nemendafjöldi í deildum og einstökum námsbrautum sé ekki umfram þann ramma sem fjárhagur og mannauður deildar setur. Samkvæmt reglum háskólans skal fræðasvið leggja fyrir háskólaráð tillögur að fjöldatakmörkunum og/eða reglur um sérstök inntökuskilyrði í einstakar námsleiðir.
3. Samskiptasáttmáli
2103006
Vaka Óttarsdóttir gæða- og mannauðsstjóri kom inn á fundinn.
Vaka kynnti samskiptasáttmála sem unninn hefur verið í víðtækum samráði og samstarfi alls starfsfólks, m.a. í gegnum kannanir, vinnustofur og samráðsgátt.
Háskólaráð þakkar kynninguna og þá vinnu sem fram hefur farið innan háskólans í þessum málum.
Vaka yfirgaf fundinn.
4. Erindi frá nemanda
2201082
Ekki eru til staðar forsendur til að víkja frá reglum eða fallast á beiðni nemandans. Rektor falið að afgreiða málið og svara nemandanum.
5. Bókfærð mál til samþykktar
- Fjöldatakmarkanir í sálfræði fyrir vormisseri 2023 (2201042). Samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:43.