FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fundur var haldinn daginn 30.3.2023
Staðsetning: Borgir, R262
Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 12:04.
Mætt voru auk hans:
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs (í fjarfundi)
Guðmundur Ævar Oddsson fulltrúi háskólasamfélagsins (í fjarfundi)
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi stúdenta (í fjarfundi)
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Einnig mætt:
Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð
Gestir:
Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar
Rektor kynnti dagskrá.
1. Fjármál og rekstur
2302002
Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármála sat þennan lið fundarins.
Harpa kynnti rekstraryfirlit janúar til febrúar. Staða háskólans í heild sinni er á áætlun.
- Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2024-2028
Rektor fór yfir stöðu háskólakerfisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem birt var í gær. Samkvæmt því sem fram kemur í áætluninni er ekki gert ráð fyrir niðurskurði í háskólakerfinu. Jafnframt er ljóst að ráðuneyti háskólamála mun leggja miklu áherslu á að ljúka við gerð nýs reiknilíkans háskólanna á þessu ári og einnig kemur í áætluninni fram hin aukna áhersla ráðherra á aukið samstarf háskólanna.
2. Magna Charta – umsókn HA um aðild
2303076
Háskólaráð HA samþykkti árið 2018 að HA sækti um aðild að Magna Charta yfirlýsingunni. Málið hefur hins vegar frestast innan HA en nú óskar rektor eftir staðfestingu háskólaráðs á því að enn sé vilji fyrir því að Háskólinn á Akureyri skrifi undir yfirlýsinguna og að háskólaráð heimili rektor að halda áfram með málið og skrifa undir yfirlýsinguna fyrir hönd Háskólans á Akureyri. Samþykkt.
3. Breytingastjórnun
Rektor lagði fram beiðni um heimild háskólaráðs til að ráða Kristján Þór Magnússon, starfandi forseta Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs, sem aðstoðarrektor tímabilið apríl til júní. Kristján Þór verður aðstoðarrektor vegna skipulagsbreytinga á Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði þar sem hlutverk hans verður að ljúka tilteknum verkefnum ásamt því að vera rektor til aðstoðar í ákveðnum málum. Háskólaráð gerir ekki athugasemdir við þessa ráðstöfun og leggur áherslu á að um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Háskólaráð telur almennt ekki æskilegt eða þörf á að við Háskólann á Akureyri starfi tveir aðstoðarrektorar en samþykkir að í ljósi stöðunnar og þeirra verkefna sem liggja fyrir og eru í gangi vegna sameiningar Heilbrigðisvísindasviðs og Viðskipta- og raunvísindasviðs sé þessi ráðstöfun nauðsynleg.
Kristrún Birgisdóttir lagði fram eftirfarandi sérbókun vegna tillögu rektors um ráðningu aðstoðarrektors:
„Erindi rektors og tillaga um að ráða aðstoðarrektor í tiltekin og ákveðin verkefni kom háskólaráði í opna skjöldu. Ekkert tækifæri gafst til að ræða aðra kosti sem uppi væru í stöðunni til að finna út úr þeim verkefnum sem út af standa í þennan stutta tíma. Undirrituð var jafnframt hissa á vinnubrögðunum og þeim stutta fyrirvara sem gafst til að fara yfir málið. Það er varla tilefni til að hafa tvo aðstoðarrektora við Háskólann á Akureyri.“
Rektor lagði fram drög að beiðni rektors til ráðherra háskólamála um leyfi til starfsþróunar og endurmenntunar, í samræmi við reglur nr. 490/2019 um starfskjör forstöðumanna ríkisins. Lagt fram til upplýsinga fyrir háskólaráð. Háskólaráð gerir ekki athugasemdir og styður beiðni rektors.
Samþykkt að gera ráð fyrir að halda starfsdag háskólaráðs þann 22. júní nk.
4. Til kynningar
- Verklagsreglur um sértæk úrræði
5. Til upplýsinga
- Ársfundur HA
- Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélags á Íslandi til ársins 2025
- Kennslumiðstöð HA hlaut 60 milljóna króna Erasmus+ styrk
- Málþing í tilefni af 20 ára afmæli lagadeildar
- Ráðstefna lagadeildar um orkuskipti til framtíðar
- Nýr forseti Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs
- Samningur um nám á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun
- Niðurstöður eftirfylgniúttektar á lögreglufræðinámi
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:15.