469. fundur Háskólaráðs

Fundur var haldinn fimmtudaginn 27. febrúar 2025 á Borgum, R262, og í Teams.

Rektor Áslaug Ásgeirsdóttir setti fund kl. 13:30

Mætt voru auk hennar:

Bjarni S. Jónasson fulltrúi háskólaráðs
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs (í fjarfundi)
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra (í fjarfundi)
Lilja Margrét Óskarsdóttir fulltrúi stúdenta
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins (í fjarfundi)

Einnig mætt:

Sindri S. Kristjánsson skrifstofustjóri rektorsskrifstofu
Sólveig Elín Þórhallsdóttir lögfræðingur á rektorsskrifstofu, sem ritaði fundargerð

Gestir:

Audrey Louise Matthews formaður umhverfisráðs HA
Helga María Pétursdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar

Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

2502081

Helga María Pétursdóttir sat þennan lið fundarins.

Helga María fór yfir rekstur háskólans vegna janúar. Taka þarf niðurstöðum með fyrirvara þar sem orlofsskuldbinding er röng, bæði í áætlun og janúarbókun. Fjársýslan mun gera leiðréttingar sem verða bókaðar í febrúar. Þá verður fjárhagsáætlun einnig leiðrétt. Staðan er jákvæð en óljóst að hve miklu leyti.

2. Heiðursdoktorsnafnbót

2410059

Háskólaráð samþykkti að veita Dr. Jóhanni Páli Árnasyni, prófessor emeritus við La Trobe háskóla, heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann á Akureyri.

3. Staða umhverfismála við HA – Audrey Louise Matthews formaður umhverfisráðs heldur kynningu

Audrey Louise Matthews sat þennan lið fundarins.

Audrey, sem nýlega tók við sem formaður umhverfisráðs HA, kynnti starfsemi umhverfisráðs og það sem liggur fyrir hjá ráðinu.

4. Tímabundin setning formanns stjórnar Vísindasjóðs

2502062

Formaður stjórnar Vísindasjóðs Háskólans á Akureyri hefur forfallast tímabundið og háskólaráð samþykkti að skipa Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur, forstöðumann Miðstöðvar doktorsnáms, tímabundið sem formann stjórnar.

5. Háskólafundur

Rektor tilkynnti að haldinn yrði háskólafundur eftir páska. Á þeim fundi verða kosnir fulltrúar starfsfólks í háskólaráð.

6. Úthlutun rannsóknamissera 2025-2026 – viðbótarerindi

2409173

Tekin var fyrir ein viðbótarumsókn um rannsóknamisseri.

Samþykkt.

7. Samtal við Háskólann á Bifröst - staða

2404025

Ráðningarferli verkefnastjóra sameiningar Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst stendur yfir og stefnt er að því að ljúka ferlinu í mars. Búið er að leggja fyrir viðhorfskönnun meðal starfsfólks og nemenda beggja háskóla og eru niðurstöður væntanlegar um miðjan mars.

8. Bókfærð mál til samþykktar

  • Náms- og kennsluskrá 2025-2026. Samþykkt.
  • Tímabundnar breytingar á skipan siðanefndar. Samþykkt.

9. Til fróðleiks og upplýsinga

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:35.