468. fundur Háskólaráðs

Fundur var haldinn fimmtudaginn 30. janúar 2025 á Borgum, R262, og í Teams.

Rektor Áslaug Ásgeirsdóttir setti fund kl. 13:30

Mætt voru auk hennar:

Bjarni S. Jónasson fulltrúi háskólaráðs
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra (í fjarfundi)
Lilja Margrét Óskarsdóttir fulltrúi stúdenta
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Einnig mætt:

Sólveig Elín Þórhallsdóttir lögfræðingur á rektorsskrifstofu, sem ritaði fundargerð

Gestir:

Brynjar Karlsson forseti Heilbrigðis,- viðskipta- og raunvísindasviðs (í fjarfundi)
Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor
Helga María Pétursdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar

Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

2401050
Helga María sat þennan lið fundarins.
Helga María fór yfir rekstraryfirlit janúar til desember 2024. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð og í takt við áætlun en ársuppgjör er ekki tilbúið.
 

2. Stefnumótun HA

2407015
Elín Díanna sat þennan lið fundarins.
Elín Díanna kynnti lokadrög að stefnu HA. Umræða varð um útfærslu stefnunnar.
Háskólaráð samþykkti stefnu Háskólans á Akureyri til ársins 2030.
 

3. Hjúkrun hjartveikra og sykursjúkra

2411036
Brynjar sat þennan lið fundarins.
Brynjar fór yfir glærukynningu varðandi fyrirhugaða námsleið í hjúkrun hjartveikra og sykursjúkra þar sem gerð var grein fyrir kostnaði og fjármögnun námsins.
Háskólaráð samþykkti þessa nýju námsleið.
 

4. Samtal við Háskólann á Bifröst - staða

2404025
Rektor upplýsti að starfsauglýsing vegna verkefnastjóra sameiningar HA og HB hefði verið birt. Haldnir voru sameiginlegir starfsmannafundir um miðjan janúar með starfsfólki HA og HB, bæði á íslensku og ensku. Einnig var haldinn fundur með stúdentum. Fulltrúi stúdenta í háskólaráði upplýsti að stúdentar HA hafi áhuga á aðkomu að vinnuhópum vegna sameiningarinnar.
 

5. Bókfærð mál til samþykktar

Breytingar á skipuriti HA - staðsetning Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Rannsóknaseturs í lögreglufræði í skipuriti.
Samþykkt.
 

6. Til fróðleiks og upplýsinga

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:28.