418. fundur háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fimmtudaginn 24.09.2020 kl. 13:30. Rafrænn fundur á Teams

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 13:30.

Mætt voru auk hans:

Bjarni Jónasson varafulltrúi háskólaráðs
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi menntamálaráðherra
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Nökkvi Alexander Rounak Jónsson fulltrúi stúdenta
Óskar Þór Vilhjálmsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Sigfríður Inga Karlsdóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Forföll boðuðu:

Kristján Þór Magnússon fulltrúi háskólaráðs

Einnig mætt:

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð

Gestir:

Hólmar Svansson framkvæmdastjóri
Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar

Rektor kynnti dagskrá. Rektor óskaði eftir breytingu á dagskrá. Við bætist dagskrárliður vegna staðfestingar á tilnefningu á varafulltrúa háskólaráðs í háskólaráði. Breyting á dagskrá samþykkt.

1. Tilnefning á varafulltrúa háskólaráðs í háskólaráði

Brynhildur Pétursdóttir varafulltrúi háskólaráðs í háskólaráði hefur óskað eftir að lausn úr háskólaráði. Háskólaráð samþykkti á milli funda tilnefningu Bjarna Jónassonar, forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri, sem mun því taka sæti Brynhildar sem varafulltrúi í háskólaráði út tímabil þessa háskólaráðs, þ.e. út skólaárið 2020-2021, frá og með deginum í dag, 24. september 2020.

2. Fjármál og rekstur

Framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu og forstöðumaður fjármála og greiningar komu inn á fundinn.

  • Ársreikningur 2019

Forstöðumaður fjármála og greiningar kynnti ársreikning 2019.

  • Rekstraryfirlit

Forstöðumaður fjármála og greiningar fór yfir rekstraryfirlit fyrstu 8 mánuði ársins 2020. Rekstrarstaðan er í jafnvægi.

Forstöðumaður fjármála og greiningar yfirgaf fundinn.

3. Nemendafjöldi 2020-2021

Nemendafjöldi við Háskólann á Akureyri er samtals 2602 miðað við stöðuna í september.

  • Innritun um áramót

Vegna mikillar fjölgunar nemenda undanfarin ár hefur háskólaráð ekki heimilað innritun um áramót sl. þrjú ár. Ákvörðun um innritun um næstu áramót mun verða tekin á næsta fundi háskólaráðs og mun þá m.a. verða tekið mið af fjárveitingum og stefnu stjórnvalda.

Framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu yfirgaf fundinn.

4. Skólastarf á haustmisseri

Rektor fór yfir stöðuna í starfsemi Háskólans á Akureyri í upphafi haustmisseris út frá þeirri stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna Covid-19.

Heilt yfir hefur starfsemi háskólans gengið vel og starfsfólk og nemendur staðið sig gríðarlega vel við að takast á við krefjandi aðstæður. Ljóst er að álagið er mikið á starfsfólk og stúdenta og mikilvægt er að stúdentum og starfsfólki sé boðinn stuðningur. Nú þegar hefur starfsfólki við námsráðgjöf verið fjölgað og sálfræðingur kominn inn í teymi námsráðgjafar.

Háskólaráð hvetur deildir og fræðasvið til að sýna sveigjanleika þegar stúdentar geta ekki skilað verkefnum tímanlega eða mætt í próf ef um sóttkví eða veikindi vegna Covid-19 eða aðrar slíkar aðstæður er að ræða, sem geta hamlað nemendum í framvindu náms.

5. Aukarannsóknamisseri 2021

Háskólaráð samþykkir að rektor veiti aðjúnktum, lektorum eða dósentum, sem hyggjast stunda doktorsnám árið 2021 eða sem lokið hafa doktorsnámi á síðustu 18 mánuðum, rannsóknamisseri fyrir utan hefðbundna úthlutun rannsóknamissera. Leyfin eru veitt í þeim tilgangi að styðja við markmið um fjölgun doktorsmenntaðs starfsfólks háskólans. Fjöldi rannsóknamissera miðast við fjölda starfsfólks á hverju fræðasviði og er því úthlutað einu rannsóknamisseri á heilbrigðisvísindasviði og viðskipta- og raunvísindasviði en tveimur rannsóknamisserum á hug- og félagsvísindasviði. Um er að ræða tímabundna aðgerð til að vinna að því markmiði að fjölga doktorsmenntuðu starfsfólki háskólans og er heimildin veitt af háskólaráði fyrir hvert almanaksár í senn en rektor veitir rannsóknamisserin með vísan til 4. gr. reglna um rannsóknamisseri nr. 355/2012.

6. Staða stefnumála HA

Rektor fór yfir stöðuna í helstu lykilmælikvörðum í stefnu HA. Fyrirhugað er að háskólaráð fái í framhaldinu á næstu fundum ítarlegri kynningar á stöðu mála og árangri í hverjum lykilmælikvarða.

7. Bókfærð mál

  • Fulltrúar HA í stjórn Rannsóknamiðstöðvar ferðamála
    • Rektor hefur skipað þau Braga Guðmundsson prófessor og Hafdísi Björgu Hjálmarsdóttur lektor sem fulltrúa HA í stjórn RMF. Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu er varafulltrúi í stjórninni.

8. Til fróðleiks og upplýsinga

  • Samráðsgátt HA. Fyrirhugað er að setja í loftið samráðsgátt í þeim tilgangi að skapa vettvang fyrir opið samtal við starfsfólk, t.d. um stefnumál háskólans og breytingar á reglum.
  • Samstarfssamningur HA og Akureyrarakademíu endurnýjaður.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45.