459. fundur Háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS

Fundur var haldinn daginn 21. mars 2024, á Borgum, R262.

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 13:30.

Mætt voru auk hans:

Bjarni Smári Jónasson fulltrúi háskólaráðs
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi stúdenta (í fjarfundi)
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Einnig mætt:

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð

Gestir:

Helga María Pétursdóttir verkefnastjóri fjármála og greiningar
Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu

Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

2401050

Hólmar og Helga María komu inn á fundinn. Helga María kynnti rekstraryfirlit janúar og febrúar. Staða háskólans í heild er neikvæð og reksturinn fram úr áætlun. Verið er að greina ástæður fyrir þessari stöðu. Gert er ráð fyrir að skýringar á frávikum liggi fyrir á næsta fundi háskólaráðs og áætlun um viðbrögð ef slíkt er nauðsynlegt. Áframhaldandi umræða var um erfiða stöðu sértekjueininga háskólans. Rektor er falið að setja af stað ferli við heildarskoðun á stöðu þessara eininga.

Hólmar og Helga María yfirgáfu fundinn.

2. Samstarf háskóla – samtalið við Háskólann á Bifröst

2308052

Rektor gerði grein fyrir stöðu samtalsins. Stýrihópar beggja háskólanna í samtalinu ásamt fulltrúum deilda hittust á Blönduósi fyrstu viku mars. Næstu fundir verða fljótlega eftir páska.

3. Bókfærð mál til samþykktar

  • Breytingar á reglum nr. 822/2022 um doktorsnám og doktorspróf við Háskólann á Akureyri. Samþykkt.
  • Fjöldatakmarkanir í nám. Fjöldatakmarkanir í hjúkrunarfræði vegna vormisseris 2025 samþykktar.
  • Breyting á reglum nr. 821/2022 um stjórnskipulag Hug- og félagsvísindasviðs – breyting á heitum prófgráða við Sálfræðideild. Samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:06.