FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fundur var haldinn daginn 14. desember 2023, á Borgum, R262.
Starfandi rektor Elín Díanna Gunnarsdóttir setti fund kl. 13:32.
Mætt voru auk hennar:
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi stúdenta
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Bjarni S. Jónasson fulltrúi háskólaráðs
Einnig mætt:
Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð
Gestir:
Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu
Starfandi rektor kynnti dagskrá. Sigríður Margrét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa við umræðu og ákvörðun 2. dagskrárliðar og vék af fundi undir þeim lið.
1. Fjármál og rekstur
2312025
Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu sat þennan lið fundarins. Hólmar kynnti rekstraryfirlit janúar til nóvember.
Lögð fyrir fjárhagsáætlun 2024 til staðfestingar háskólaráðs. Áætlunin gerir ráð fyrir að afkoma háskólans verði jákvæð um u.þ.b. 3,7 milljónir árið 2024.
Umræða um samtal við ráðuneytið í sambandi við kennaramenntun og niðurstöður úr PISA könnuninni.
Fulltrúi stúdenta óskaði eftir upplýsingum um það hvort ráðuneytið hefði óskað eftir að Háskólinn á Akureyri fjölgaði þeim nemendum sem komast í gegnum klásus í hjúkrunarfræði. Rektor og Hólmar upplýstu um samtal HA við ráðuneytið.
2. Úthlutun rannsóknamissera skólaárið 2024-2025
2308103
Erindi og tillaga rannsóknamisseranefndar vegna umsókna og úthlutunar rannsóknamissera skólaárið 2024-2025 lögð fram. Rektor leggur til að allt starfsfólk sem sækir um og uppfyllir skilyrði reglna samkvæmt erindi nefndarinnar fái úthlutað rannsóknamisseri. Samþykkt.
3. Ráðningarferli rektors
2308053
Martha Lilja upplýsti um stöðuna í starfi valnefndar vegna mats á hæfni umsækjenda um embætti rektors.
4. Samstarf háskóla – samtalið við Háskólann á Bifröst
2308052
Starfandi rektor fór yfir stöðu samtalsins við Háskólann á Bifröst. Fýsileikaskýrslu verður skilað til ráðuneytis föstudaginn 15. desember og fær háskólaráð skýrsluna senda á sama tíma.
Samþykkt að kalla saman aukafund í háskólaráði þann 8. janúar 2024 til að ræða niðurstöðu fýsileikaskýrslunnar og næstu skref í málinu.
5. Til fróðleiks og upplýsinga
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:38.