450. fundur Háskólaráðs

Fundur var haldinn fimmtudaginn 24. ágúst 2023 í Teams.

Starfandi rektor Elín Díanna Gunnarsdóttir setti fund kl. 14:10

Mætt voru auk hennar:

Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi stúdenta
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Einnig mætt:

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritaði fundargerð

Rektor kynnti dagskrá, en aðeins eitt mál var á dagskrá fundarins.

1. Tilnefning fulltrúa háskólaráðs í háskólaráð 2023-2025

2306052

Eftirfarandi eru tilnefnd sem fulltrúar háskólaráðs í háskólaráði:

  • Bjarni Jónasson, fyrrverandi forstjóri SAk – tilnefndur sem aðalfulltrúi háskólaráðs.
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar – tilnefnd sem aðalfulltrúi háskólaráðs.
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu – tilnefnd sem varafulltrúi háskólaráðs.

Samþykkt einróma.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:25.