Nemendur í sveigjanlegu meistaranámi í viðskiptafræði öðlast dýpri skilning og yfirgripsmeiri þekkingu á sínu áhugasviði í náminu. Þeir vinna undir leiðsögn kennara að rannsóknum á sínu sviði.

Gildi ábyrgra viðskiptahátta er rauður þráður í náminu.

Tengdar námslínur:

Er námið fyrir þig?

  • Vilt þú dýpka þekkingu þína á sérsviðum viðskipta?
  • Vilt þú öðlast öguð og sjálfstæð vinnubrögð?
  • Vilt þú læra að greina aðalatriði frá aukaatriðum?
  • Hefur þú vilja til að bæta viðskiptalífið?
  • Hefur þú áhuga á rannsóknum?

Áherslur námsins

Sveigjanlegt meistaranám í viðskiptafræði er skipulagt af þér í samráði við leiðbeinanda. Þú fylgir eigin námskrá sem er sérsniðin að þínum þörfum og áhugasviði.

Þú þarft að ljúka námskeiðum sem samsvara 60 ECTS einingum og þar af hið minnsta 10 ECTS einingum í rannsóknaraðferðum.

Meistaraprófsverkefnið er viðamesti hluti námsins. Það er ýmist 30 eða 60 ECTS einingar en markmiðið er að þú tileinkir þér góðan skilning og færni við rannsóknir og hagnýtingu fræðanna.

Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans:

Möguleikar að námi loknu

Meistaranám í viðskiptafræði gerir nemendum kleift að velja úr fjölbreyttum stjórnunar- og sérfræðingsstöðum hjá fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum, bæði innanlands og utan.

Þín bíða tækifæri í rannsóknum og nýsköpun. Meistaragráða gefur tækifæri til doktorsnáms.

Inntökuskilyrði

Almenn krafa er að nemendur hafi lokið BS-gráðu í viðskiptafræði við viðurkennda háskóla, að jafnaði með fyrstu einkunn. Einnig er litið til starfsreynslu við val á nemendum.

Sjávarútvegsfræðingar sem hafa lokið fjögurra ára BS-námi geta einnig fengið inngöngu. Þeir sem lokið hafa bakkalárgráðu í öðru námi við viðurkennda háskóla þurfa að hafa lokið 60 ECTS eininga kjarnanámskeiðum í viðskiptafræðum til að geta hafið meistaranám við viðskiptadeild.

Sækja má um námið utan almenns umsóknartímabils. 

Umsagnir

Námið við Háskólann á Akureyri er metnaðarfullt og einstaklingsmiðað. Stærð skólans og skipulag námsins skapar möguleika á persónulegri samskiptum og aðstoð frá kennurum en gengur og gerist. Námið er vel uppbyggt og fjölbreytt, nemendahópurinn þéttur og verkefnavinnan krefjandi. Námið undirbjó mig vel fyrir vinnumarkaðinn.

Kristín Helgadóttir
Þjónustufulltrúi, Sparisjóði Höfðhverfinga, Akureyri

Meistaranámið í HA var vel upp byggt, hópurinn góður og námið skemmtilegt. Það hefur nýst vel í þeim fjölmörgu verkefnum sem ég fæst við dags daglega í mínu starfi.

Björn Gíslason
fjárfestingarstjóri sérhæfðar fjárfestingar hjá KEA