Laus störf: Starfsfólk á Kaffi Borg

Háskólinn á Akureyri auglýsir tvær lausar stöður í mötuneyti HA, Kaffi Borg. Um er að ræða eitt 100% starf og eitt 50% starf. 

Störfin heyra undir Rekstur fasteigna og næsti yfirmaður er forstöðumaður Reksturs fasteigna. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir samkomulagi.

Kaffi Borg er líflegur vinnustaður þar sem 100-200 manns borða daglega. Þar dafnar fjölbreytt samfélag starfsfólks og stúdenta og má segja að Kaffi Borg sé miðpunktur háskólans.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Matseld og framreiðsla matar með hollustu að leiðarljósi
  • Móttaka og frágangur matvæla í eldhúsi
  • Afgreiðsla þjónustubeiðna er varða fundi og aðra viðburði
  • Sinnir gæðaeftirliti og skráningum
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Hæfni í matseld og framreiðslu matar
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
  • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Íslenskukunnátta er skilyrði
  • Gott vald á ensku máli
  • Góð almenn tölvukunnátta

Umsókn skal fylgja:

  1. Yfirlit yfir náms- og starfsferil
  2. Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
  3. Tilnefna skal tvo meðmælendur og æskilegt er að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi

Umsóknarfrestur er til og með 01.10.2024

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur öll kyn til að sækja um laus störf.

Nánari upplýsingar veitir

Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir, jona@unak.is, 460 8024.

Sækja um starf