Laust starf: Verkefnastjóri rannsókna

Leitað er eftir einstaklingi með áhuga á rannsóknum og rannsóknarstjórnun til að styðja þá vinnu sem unnin er hjá Miðstöð doktorsnáms við Háskólann á Akureyri. Hlutverk Miðstöðvar doktorsnáms er að styðja við akademískt starfsfólk innan háskólans með áherslu á stuðning við styrkumsóknir úr íslenskum, norrænum og evrópskum sjóðum, að bæta gæði doktorsnáms og að auka sýnileika alls rannsóknastarfs innan Háskólans. Hjá Miðstöð doktorsnáms eru fjórir starfsmenn sem styðja við önnur svið innan skólans og starfsfólk stjórnsýslu Háskólans.

Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri. Næsti yfirmaður er rannsóknastjóri. Staðan er tímabundin til tveggja ára og starfshlutfall er 30%, staðan er fjármögnuð með styrk frá norska rannsóknarráðinu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helsta hlutverk verkefnastjóra er að veita stuðning við rannsóknarstarfsemi innan Háskólans á Akureyri. Verkefnastjóri vinnur með rannsóknarstjóra og fleiri aðilum innan Háskólans að miðlun rannsóknartækifæra til starfsfólks Háskólans, skráningu umsókna og samninga í skjalastjórnarkerfi háskólans, kynningu á viðburðum og starfsemi sem Miðstöð doktorsnáms stendur fyrir og stuðningi eftir þörfum við vísindafólk sem sækir um og þiggur styrki.

Helstu verkefni eru:

  • Veita rannsóknarstjóra og miðstöð doktorsnáms stuðning við að sinna styrkumsóknum. Í því felst einnig að svara fyrirspurnum starfsfólks háskólans um styrki sem í boði eru hjá innlendum og alþjóðlegum rannsóknarstofnunum
  • Taka þátt því að skipuleggja viðburði, m.a. kynningar á rannsóknastyrkjum og þjálfunar- og ráðgjafafundum á vegum fjármögnunarfyrirtækja á borð við Rannís og Horizon Europe
  • Að hafa umsjón með skráningu skjala og samninga sem tengjast stjórnun og meðferð rannsóknastyrkja í skjalakerfi háskólans

Hæfniskröfur

  • Framhaldspróf frá viðurkenndum háskóla, eða viðeigandi reynsla í styrktarstuðningi og stjórnun
  • Fyrri reynsla af starfi innan háskóla er æskileg
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Góð færni i upplýsingatækni, t.d. þekking á MS Word, Excel o.fl.
  • Hæfni til miðlunar í töluðu og rituðu máli, á íslensku og ensku

Umsókn skal fylgja

  • Greinargott yfirlit yfir náms- og starfsferil
  • Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum á íslensku eða ensku
  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
  • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur, æskilegt er að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda

Umsóknarfrestur er til og með 26. september 2024

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur öll kyn til að sækja um laus störf.

Við ráðningu í störf við Háskólann á Akureyri er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans og tekið er tillit til þarfar einingarinnar við ráðningu.

Nánari upplýsingar veitir

Adam Daniel Fishwick, rannsóknastjóri og gestaprófessor, adamf@unak.is, 460-8033.

Sækja um starf