Bók um byrjendalæsi

Út er komin bókin Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð
Bók um byrjendalæsi

Byrjendalæsi er aðferð sem tekin hefur verið upp við eflingu læsis í fyrsta og öðrum bekk margra íslenskra grunnskóla í samstarfi við miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Í Byrjendalæsi er þekkingu á læsi og læsiskennslu og fjölbreyttum aðferðum við skapandi læsisnám fléttað saman við starfsþróun og leiðsögn kennara. Markmiðið er að efla hæfni þeirra til læsiskennslu þar sem tekið er mið af margbreytilegum þörfum nemenda.

Í þessari bók greina ellefu fræðimenn frá niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar á Byrjendalæsi. Fjallað er um nám og kennslu undir merkjum aðferðarinnar, þróunarstarf sem miðar að innleiðingu hennar í skóla og samstarf kennara og foreldra. Í bókinni er leitast við að sameina fræðileg og hagnýt sjónarmið til að gefa innsýn í fræðilegar forsendur Byrjendalæsis, kynna niðurstöður rannsóknarinnar og veita leiðsögn um stefnumótun og aðgerðir til að efla læsismenntun.

Bókin á erindi við fróðleiksfúsa lesendur sem láta sér annt um læsismenntun barna og þróunarstarf í skólum í nútíð og framtíð: kennara og stjórnendur skóla, stjórnmálamenn, starfsfólk skólaskrifstofa, nemendur í grunn- og framhaldsnámi í menntavísindum og foreldra. Háskólaútgáfan gefur bókina út.

Í tengslum við útgáfu bókarinnar verður haldið málþing í Háksólanum á Akureyri föstudaginn 9. mars kl. 13.30-16.15. Skráning á málþingið fer fram í gegnum tölvupóstnetfangið eyglo@unak.is.

Í útvarpsþættinum Samfélagið 7. mars tók Leifur Hauksson viðtal við Rúnar Sigþórsson prófessor við HA og Rósu Eggertsdóttur höfund Byrjandalæsis. Hægt er að hlusta á viðtalið á vef RÚV og hefst það á 21:05 mínútu.

Miðstöð skólaþróunar og Háskólinn á Akureyri óska höfundum og öllum hlutaðeigendum til hamingju með bókina.

Bókin fer fljótlega í bókabúðir en þangað til er velkomið að panta hana hér:

Panta bókina

Kaflar bókarinnar

Rannsókn á Byrjendalæsi
RÚNAR SIGÞÓRSSON, EYGLÓ BJÖRNSDÓTTIR, GRETAR L. MARINÓSSON, HALLDÓRA HARALDSDÓTTIR, KJARTAN ÓLAFSSON, MARÍA STEINGRÍMSDÓTTIR OG SIGRÍÐUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR

Byrjendalæsi
RÚNAR SIGÞÓRSSON OG HALLDÓRA HARALDSDÓTTIR

Þrjú kennsluþrep Byrjendalæsis
ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR OG HALLDÓRA HARALDSDÓTTIR

Ritun í Byrjendalæsi
RANNVEIG ODDSDÓTTIR, BALDUR SIGURÐSSON OG HALLDÓRA HARALDSDÓTTIR

Lesskilningur í Byrjendalæsi
HALLDÓRA HARALDSDÓTTIR, BALDUR SIGURÐSSON OG RANNVEIG ODDSDÓTTIR

Tæknilegir þættir lestrarnáms
ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR OG HALLDÓRA HARALDSDÓTTIR

Námsaðlögun í Byrjendalæsi
RÚNAR SIGÞÓRSSON, GRETAR L. MARINÓSSON OG KJARTAN ÓLAFSSON

Byrjendalæsi, grunnþættir menntunar og lykilhæfni Aðalnámskrá grunnskóla
RÚNAR SIGÞÓRSSON, SIGRÍÐUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR OG KJARTAN ÓLAFSSON

Innleiðing Byrjendalæsis
RÚNAR SIGÞÓRSSON, SIGRÍÐUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, GRETAR L. MARINÓSSON OG KJARTAN ÓLAFSSON

Starfsþróun í Byrjendalæsi
MARÍA STEINGRÍMSDÓTTIR, EYGLÓ BJÖRNSDÓTTIR, SIGRÍÐUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR OG RÚNAR SIGÞÓRSSON

Leiðsögn kennara í Byrjendalæsi
MARÍA STEINGRÍMSDÓTTIR, EYGLÓ BJÖRNSDÓTTIR, GRETAR L. MARINÓSSON

Forysta í Byrjendalæsi
SIGRÍÐUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, MARÍA STEINGRÍMSDÓTTIR OG EYGLÓ BJÖRNSDÓTTIR

Samstarf heimila og grunnskóla um læsisnám yngstu nemenda
INGIBJÖRG AUÐUNSDÓTTIR, GRETAR L. MARINÓSSON OG KJARTAN ÓLAFSSON

Byrjendalæsi í nútíð og framtíð
RÚNAR SIGÞÓRSSON, ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, GRETAR L. MARINÓSSON, HALLDÓRA HARALDSDÓTTIR, INGIBJÖRG AUÐUNSDÓTTIR, MARÍA STEINGRÍMSDÓTTIR, RANNVEIG ODDSDÓTTIR OG SIGRÍÐUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR