Dagana 12. — 14. október fór Líffræðiráðstefnan fram í Reykjavík. Ráðstefnan, sem er eina ráðstefnan sinnar tegundar á Íslandi, er haldin annað hvert ár og er sannkölluð uppskeruhátíð líffræðinga og annarra líffræðimenntaðra vísindamanna hér á landi. Starfsfólkog stúdentar Háskólans á Akureyri létu sig ekki vanta á ráðstefnuna og bæði kynntu veggspjöld og voru með erindi. Um var að ræða hóp frá Auðlindadeild HA með aðjúnktana Sean M. Scully og Evu Maríu Ingvadóttur í fararbroddi. „ Þetta er ráðstefna sem ég hef tekið virkan þátt í síðan ég var sjálf í grunnnámi í líftækni,” segir Eva og bætir við„ andrúmsloftið sem skapast á Líffræðiráðstefnunni er magnað - vísindakonan í mér kemur endurnærð heim og það er ómetanlegt að fá að hitta og hafa tíma til að ræða við einstaklinga sem eru á kafi í rannsóknum í skyldum fræðigreinum”.
Silja H. Hlynsdóttir, stúdent í framhaldsnámi við Auðlindadeild og doktorsneminn og Fulbrigt styrkþeginn Emily Herbert sem nú er í skiptinámi við Auðlindadeild tóku einnig þátt í ráðstefnunni. Fjórmenningarnir eru nú meðal annars á kafi í rannsóknum sem snúa að framleiðslu lífplasts með örverum sem einangraðar hafa verið úr íslenskri náttúru. „Rannsóknahópurinn okkar er fámennur en góðmennur. Við höfum í gegnum árin náð að sökkva okkur í fjölbreyttar örverufræðirannsóknir, en allar eiga þær það þó sameiginlegt að tengjast sjálfbærri framleiðslu á ákveðnum efnum, til dæmislífeldsneyti og lífplasti, með virðisaukningu upphafsefna að leiðarljósi”.
Ráðstefnan er skipulögð af Líffræðifélagi Íslands og setti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ráðstefnuna. Í setningarræðu sinni lagði hann áherslu á mikilvægi vísindamiðlunar og eflingu trausts á milli sérfræðinga, fræðafólks og almennra borgara. Á ráðstefnunni var auk þess kosið í nýja stjórn Líffræðifélags Íslands og er Eva María nýr stjórnarmeðlimur til næstu tveggja ára. „Ég veit ekki til þess að starfandi HA-ingur hafi áður setið í stjórn félagsins og hvað þá einhver með starfsstöð á Norðurlandi. Mér finnst þetta mikilvægt skref í að færa störf og verkefni Líffræðifélags Íslands aðeins meira út á landsbyggðina,” segir Eva. Ásamt Evu sitja í stjórn meðal annara líffræðimenntaðað starfsfólk Hafró, Íslenskrar Erfðagreiningar og Náttúruminjasafns Íslands. Hún segir stjórnina standa saman af öflugum hópi með fjölbreyttan bakgrunn sem hún hlakkar til að vinna með.