Gréta Bergrún Jóhannesdóttir ver doktorsritgerð sína

Opin doktorsvörn í félagsfræði fer fram föstudaginn 21. júní kl. 11:00
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir ver doktorsritgerð sína

Á morgun, föstudaginn 21. júní mun Gréta Bergrún Jóhannesdóttir verja doktorsritgerð sína í félagsfræði við Háskólann á Akureyri.

Doktorsritgerðin ber heitið: Ein af þessum sögum. Félagslegt taumhald, fólksflutningar og slúður: ungar konur í litlum byggðarlögum á Íslandi.

Vörnin fer fram á ensku í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri kl. 11:00 og er öllum opin. Einnig verður streymt frá vörninni.

Ritgerðin var unnin undir leiðsögn Þórodds Bjarnasonar prófessors við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands. Auk hans voru í doktorsnefnd Unnur Dís Skaptadóttir prófessor við Háskóla Íslands, Ólöf Garðarsdóttir prófessor við Háskóla Íslands og Vífill Karlsson dósent við Háskólann á Akureyri.

Andmælendur eru Ruth McAreavey Prófessor í félagsfræði við Newcastle University og Gyða Margrét Pétursdóttir prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands.

Dr. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms og Dr. Tom Barry, forseti Hug- og félagsvísindasviðs, munu stýra athöfninni.

  • Áhugasöm geta nálgast frekari upplýsingar um doktorsefnið, doktorsritgerðina og hlekk á streymi hér.

viðburður á Facebook